is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6624

Titill: 
  • Er hagkvæmt fyrir samfélagið að gefa MS-sjúklingum Tysabri í stað annarra ódýrari lyfja?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um kostnað samfélagsins vegna MS-lyfsins Tysabri og leitast við að skoða hvort kostnaður vegna MS-sjúklings sem er á Tysabrimeðferð sé í raun mikið hærri en kostnaður vegna MS-sjúklings sem er á annarskonar fyrirbyggjandi meðferð þegar uppi er staðið.
    Það hefur sýnt sig að Tysabri er mun virkara en önnur MS-lyf bæði þar sem það dregur úr MS-einkennum og getur fyrirbyggt að fötlun verði hjá sjúklingi. Höfundi þótti því vert að skoða þetta málefni og greina kostnað fyrirbyggjandi MS-lyfja með tilliti til kostnaðar sem fellur til vegna MS-einkenna og fötlunar sem sjúkdómurinn hefur í för með sér.
    Helstu niðurstöður, sem teknar voru útfrá gögnum sem safnað var frá stofnunum sem tengjast efni ritgerðarinnar sem og viðtölum við aðila sem tengjast efninu, eru þær að hagkvæmt er
    fyrir samfélagið að gefa þeim MS-sjúklingum sem þörf hafa lyfið Tysabri. Mesta hagkvæmnin felst í því að gefa sjúklingum lyfið tímanlega eða áður en mörg MS-einkenni eða fötlun fara að gera vart við sig sem síðar geta orsakað að einstaklingurinn falli af
    vinnumarkaði. Það er hagkvæmt fyrir samfélagið að sem flestir þegnar þess séu vinnufærir og borgi þar með skatt til samfélagsins í stað þess að þiggja bætur af því.
    Einnig er gríðarlega kostnaðarsamt að leggja einstakling inn á hjúkrunarheimili til lengri tíma fyrir aldur fram en sú er raunin í tilfellum margra MS-sjúklinga sem eru orðnir mjög slæmir
    vegna sjúkdóms síns. Því fælist hagkvæmni í því að gefa sjúklingum Tysabri ef að það myndi halda þeim það hraustum að þeir gætu enn séð um sig sjálfir og þyrftu ekki að leggjast inn á
    stofnun. Þrátt fyrir að þeir færu ekki aftur á vinnumarkað myndi sparnaðurinn við að halda þeim utan hjúkrunarheimilis vera nægur til að koma á móts við kostnaðinn af Tysabri.

Samþykkt: 
  • 18.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Lokaverkefni Ingunn Bjarnadóttir.pdf658.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna