is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6625

Titill: 
  • Hefur kynjamisrétti áhrif á hagvöxt : skoðað út frá atvinnuþátttöku, menntun og kynbundnum launamun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar fjallar um jafnrétti kynjanna og þá hvort kynjamisrétti hafi áhrif á hagvöxt. Farið verður í grófum dráttum yfir sögu jafnréttisbaráttunnar og þrjár bylgjur
    femínismans greindar í því samhengi. Kvenréttindabaráttan hefur lengst af einkennst af kröfu kvenna til að vera metnar til jafns á við karlmenn og frelsisbaráttuandi hefur ríkt yfir
    kvenréttindabaráttunni. Ýmsum áföngum hefur verið náð á sviði kvenréttinda á liðnum áratugum. Formlegt jafnrétti hefur náðst í mörgum löndum þegar jafnrétti hefur verið fest í lög, en hugarfarsbreytinga er þörf til þess að ná fram raunverulegu jafnrétti.
    Markmið höfundar er að sýna fram á að ekki sé það aðeins nauðsynlegt mannréttindamál fyrir konur að öðlast jafnrétti á við karlmenn, heldur að það sé samfélaginu öllu mikilvægt
    hagsmunamál að kynjajafnrétti sé til staðar til þess að ná fram aukinni hagsæld samfélagsins í heild sinni. Texti þessi mun skoða áhrif kynjamisréttis á hagvöxt útfrá þremur megin
    áhrifaþáttum: menntun, atvinnuþátttöku og kynbundnum launamun. Sýnt hefur verið fram á í hinum ýmsu rannsóknum að þessar þrjár breytur séu á einn eða annan hátt nátengdar efnahagslegri velsæld þjóða og því vildi höfundur skoða nánar tengingu þeirra þátta við hagvöxt og hagvaxtarmöguleika þjóða. Gagnrýni á þær kenningar,- sem segja að kynjamisrétti hafa neikvæð áhrif á hagvöxt, verður einnig skoðuð, svo sem kenning Stephanie Seguino sem sýnir fram á að kynjamisrétti á atvinnumarkaði og kynbundinn launamunur í þróunarlöndum sé hagkerfum þeirra til góða. Gerður verður greinarmunur á langtíma og skammtímasjónarmiðum m.t.t hagvaxtar við að auka hagvöxt. Áhrif atvinnuþátttöku,
    menntunnar og kynbundins launamunar verða skoðuð í samhengi við hagvöxt og að lokum verður stiklað á stóru um þær áætlanir sem hrint hefur verið í framkvæmd til að eyða kynjajafnrétti, svo sem á Íslandi, innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna.
    Niðurstaða höfundar er að misrétti kynjanna stuðli ekki að stöðugum hagvexti til lengri tíma litið. Jafnrétti kynjanna stuðlar að stöðugum vexti hagkerfis þó svo að hagvöxtur sé hægari en í löndum sem nýta sér skammtímalausnir til aukins hagvaxtar.

Samþykkt: 
  • 18.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6625


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir.pdf619.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna