is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/662

Titill: 
  • Uppeldi til lýðræðis : kynjaskipting, er það svarið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar B.Ed. ritgerðar er að kanna hvernig birtingarmynd lýðræðis kemur
    fram hjá börnum í leik og starfi. Skoðaðar eru hugmyndir fræðimanna John Dewey og
    Audrey Osler um lýðræði og stuttlega farið inn á kenningu fræðimannsins Piaget ásamt
    fleirum í ljósi kynjafræðinnar.
    Lýðræði er mikilvægur þáttur í leikskólastarfi og þar á að kenna börnum
    lýðræðisleg vinnubrögð með því að hvetja börnin til þátttöku og frelsi til tjáningar.
    Hugtakið lýðræði er vítt hugtak en hefur ákveðin kjarna sem unnið er með í leikskólum. Í
    þessum kjarna felst meðal annars þátttaka barna í ákvörðunarferli leikskólans og að
    barnið finni að það tilheyri hópnum. Leikskólakennarar eru börnunum fyrirmynd og þurfa
    að huga vel að hvernig þeir skipuleggja starfið með lýðræðið í huga. Einnig verður fjallað
    um félagslegan og sálfræðilegan mun á kynjunum. Kynntar verða helstu kenningar um
    félagsmótun kynjanna og skýringar þeirra á því hvernig börn læra kynbundna hegðun.
    Rannsóknir hafa sýnt að börn gjalda kynferðis síns í leikskólum og þjóðfélaginu öllu, því
    komið er fram við þau eftir hinum kynbundnu staðalmyndum. Breytinga er þörf í
    uppeldisgeiranum því taka verður mið að kynferði í uppeldisstarfi til að stuðla að jafnri
    stöðu kynjanna í þjóðfélaginu. Þannig fáum við út í þjóðfélagið sjálfsörugga einstaklinga,
    sem bera virðingu fyrir gagnstæðu kyni og standa jafnfætis í lífsbaráttunni, óháð kyni.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
efnisyfirlit1.pdf23.11 kBOpinnUppeldi til - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimildaskra.pdf12.31 kBOpinnUppeldi til - heimildaskráPDFSkoða/Opna
ritgerd.pdf129.59 kBLokaðurUppeldi til - heildPDF
utdrattur.pdf4.71 kBOpinnUppeldi til - útdrátturPDFSkoða/Opna