ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/663

Titill

Hreyfing leikskólabarna

Útdráttur

Mannslíkaminn er hannaður til að vera á hreyfingu og bregst illa við mikilli kyrrsetu. Mikil
umræða hefur átt sér stað í þjóðfélaginu að undanförnu um hreyfingarleysi og holdafar. Komið
hefur fram í mörgum rannsóknum víða um heim að helsta dánarorsök manna er hreyfingarleysi
og offita. Í þessari ritgerð er fjallað um mikilvægi og áhrif hreyfingar á alla þroskaþætti barna og
áhrif hreyfingarleysis á heilsufar. Rætt um hreyfihömlun barna, skoðaðar skilgreiningar á
hreyfihömlun ásamt því að benda á mikilvægi þess að leikskólar bregðist við breyttum áherslum í
þjóðfélaginu. Íslensk börn yngri en 6 ára dvelja meirihluta dagsins í leikskóla sem hlýtur því að
vera mikilvægur vettvangur til að hindra að börn lendi í hreyfivanda. Leikskólinn á að taka tillit
til þarfa hvers einstaks barns svo það fái notið sín á eigin forsendum í barnahópnum. Barn sem
glímir við fötlun, hömlun eða veikindi hefur þörf fyrir að vinna sigra ekki síður en heilbrigt barn.
Hreyfing barna hefur áhrif á marga þroskaþætti þeirra, börn með góða hreyfifærni eru líklegri til
að verða sjálfsöruggari og sterkari persónuleikar. Leikurinn gegnir mikilvægu hlutverki í námi og
þroska barna. Í gegnum tíðina hefur fjöldi fræðimanna rannsakað og fjallað um leik barna og
hvaða hlutverki hann gegnir. Fræðimennirnir komust að ýmsum og oft og tíðum ólíkum
niðurstöðum. Sumar þessara kenninga fjalla um þróun leiks og uppruna hans en aðrar beinast að
því hvers vegna börn leika sér. Lykilatriði í hreyfiuppeldi barna er að börnin læri í gegnum leik
og einkennast því góðar hreyfistundir af skipulögðum og frjálsum leik í bland. Hugmyndir að
hreyfistundum sem fram koma í ritgerðinni eru flokkaðar niður, miðaðar við 2 ára og yngri, 3-4
ára og 5-6 ára. Höfundar gerðu könnun á hreyfistundum og aðstöðu leikskóla til hreyfiiðkunar
sem send var út af handahófi til eitt hundrað leikskóla um land allt.

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf36,2KBOpinn Hreyfing leik - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf86,6KBOpinn Hreyfing leik - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Hreyfing leikskóla... .pdf421KBOpinn Hreyfing leik - heild PDF Skoða/Opna
bréf með könnun.pdf39,3KBOpinn Hreyfing leik - bréf PDF Skoða/Opna
forsíða og titilsí... .pdf51,6KBOpinn Hreyfing leik - forsíða PDF Skoða/Opna
könnun.pdf35,5KBOpinn Hreyfing leik - könnun PDF Skoða/Opna
útdráttur.pdf50,9KBOpinn Hreyfing leik - útdráttur PDF Skoða/Opna