is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6635

Titill: 
  • Frá ríki til sveitarfélaga : hvers virði eru tómstundir fyrir börn með fötlun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er tíu eininga lokaverkefni til B.A. gráðu í þroskaþjálfafræði við Háskóla
    Íslands vorið 2010. Leiðbeinandi verkefnisins var Kolbrún Þ. Pálsdóttir, aðjúnkt við
    Menntavísindasvið. Ritgerðin fjallar um það hvers virði tómstundir eru fyrir börn með fötlun
    og um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga með sérstakri áherslu á
    skipulagi tómstundastarfs fyrir börn með fötlun. Við yfirfærslu á málefnum fólks með fötlun
    frá ríki til sveitarfélaga er margt sem þarf að skoða og eru tómstundir eitt af því málefnum
    sem má ekki falla í skuggann af stærri málum. Rannsóknir sýna að þátttaka í félags- og
    tómstundastarfi stuðlar að velferð, félagshæfni og valdeflingu einstaklinga. Mikilvægt er að
    börn og ungmenni með fötlun hafi sömu möguleika og önnur börn til að sækja sér tómstundir.
    Tómstundastarf fyrir börn og ungmenni með fötlun er jafn mikilvægt og ófatlaðra barna sem
    getur haft jákvæð áhrif á framtíð þeirra. Viðtal var tekið við tvær mæður, önnur móðirin á tíu
    ára dreng sem er með fötlun og eru í grunnskóla í þéttbýli, hin móðirin á átján ára dreng sem
    er í framhaldsskóla og býr í dreifbýli. Móðir sem bjó í litlu sveitarfélagi taldi lítið sem ekkert
    framboð af skipulögðum tómstundum í boði fyrir drenginn sinn og þarf hún að sækja alla
    slíka þjónustu í annað sveitarfélag. Hún hafði miklar áhyggjur að þjónustan myndi skerðast
    enn frekar þegar sveitarfélög tækju við málefnum einstaklinga með fötlun. Stærri sveitarfélög
    virðast vera betur undir það búin að þjónusta fatlaða.

Samþykkt: 
  • 18.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6635


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka ritgerð 2010.pdf220.74 kBLokaðurHeildartextiPDF