is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6641

Titill: 
  • Gagnsemi dönskukennslu á Íslandi : græðum við eitthvað á því að læra dönsku?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknarritgerðar er, eins og nafnið gefur til kynna, gagnsemi dönskukennslu á Íslandi. Rannsóknarspurningin sem lögð er til grundvallar er svohljóðandi: Hvernig nýtist dönskukennsla í íslenskum skólum nemendum sem halda til Danmerkur til náms eða annarra starfa?

    Rannsóknin var með því sniði að annars vegar var lagður fyrir spurningalisti með lokuðum spurningum. Svarendur voru einstaklingar sem höfðu búið um lengri eða skemmri tíma í Danmörku og taldi þessi hópur um 80 manns. Hins vegar voru tekin opin viðtöl við stjórnendur sex skóla í Danmörku þar sem íslenskir nemendur hafa setið á skólabekk. Markmiðið með rannsókninni var að reyna að sjá hvort íslenskir nemendur í námi í Danmörku hefðu forskot á aðra erlenda nemendur sem sækja þar nám og einnig að sjá hvernig Íslendingar spjara sig í dönsku hversdagslífi, eftir þá dönskukennslu sem þeir hafa fengið hér heima.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að málbeitingarhæfni Íslendinganna, hæfni til að tjá sig í töluðu og rituðu máli, er ábótavant. Sérstaklega á það við um hið talaða mál, en íslenskir námsmenn virðast eiga í talsverðum vandræðum með munnlega þáttinn. Íslendingarnir telja sig standa betur hvað varðar viðtökuhæfnina, en það er hæfnin sem snýr að viðtökuþáttum málsins; lestri og hlustun. Þar sem við gáfum þátttakendum möguleika á að setja inn athugasemdir í ákveðnum spurningum fengum við til viðbótar hugmyndir til að gera kennsluna áhugaverðari og betur við hæfi þeirra sem setjast að í Danmörku síðar á lífsleiðinni.

Samþykkt: 
  • 20.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6641


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagnsemi_donskukennslu.pdf450.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna