is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6652

Titill: 
  • Skila auknar álögur á áfengi meiri tekjum í ríkissjóð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er leitast við að finna út hvort auknar álögur á áfengi skili meiri tekjum í ríkissjóð. Sýnt er fram á hvernig áfengisneysla Íslendinga hefur þróast síðastliðinn áratug og hún borin saman við nágrannalönd Íslands. Kannað var hver stefna
    stjórnvalda er í áfengismálum og hún borin saman við hvernig áfengisneysla hefur þróast, í því skyni að sjá hvort sú stefna hefur í raun skilað tilætluðum árangri.
    Athugað var hvernig stjórnvöld skilgreina áfengi ásamt því að fara stuttlega yfir hvaða áhrif það getur haft á heilsufar neytenda og hvaða þjóðhagslegur kostnaður myndast við neyslu þess. Skoðað var hvernig söguleg þróun áfengisgjalda hefur verið á Íslandi og hvort samræmi sé á milli þeirra og vísitölu neysluverðs. Ytri þættir sem geta haft áhrif á áfengisneyslu Íslendinga og þar af leiðandi tekjur ríkissjóðs voru skoðaðir en
    þeir voru vísitala neysluverðs, kaupmáttur launa og mannfjöldi. Ásamt því að kanna ytri þætti var athugað hvort smygl og heimabrugg hafi aukist til muna í kjölfar efnahagskreppunnar. Að lokum eru reiknaðar út tekjur ríkissjóðs í gegnum smásölu
    Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem samanstanda af áfengisgjöldum, virðisaukaskatti og arðgreiðslum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Settar voru upp þrjár sviðsmyndir til að kanna hverjar tekjur ríkissjóðs hefðu verið miðað við
    breyttar forsendur. Voru áfengisgjöld látin haldast óbreytt en eftirspurn ákvörðuð miðað við 5%, 10% og 15% hækkun í sölumagni á hreinum vínanda. Að lokum var framkvæmd núllpunktsgreining á því hvað sala hefði þurft að aukast mikið til að brúa
    bilið á milli teknanna sem hefðu skapast.

Samþykkt: 
  • 21.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6652


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerd_Sigurdur_Ragnar_Arnarsson.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna