is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6656

Titill: 
  • Fjölnota íþróttahús í Skagafirði : býður fjölnota íþróttahús upp á hagræðingu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skýrsluhöfundur hefur undanfarin 15 ár unnið við rekstur og uppbyggingu íþróttamannvirkja. Er Gunnar Þór Gestsson formaður Tindastólls sem er stærsta íþróttafélagið í Skagafirði, leitaði til mín með aðstoð við að vinna skýrslu um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Skagafirði, fannst skýrsluhöfundi tilvalið að það yrði gert að lokaverkefni við Háskólann á Bifröst. Efni þessarar skýrslu byggir á þeirri umræðu sem hefur verið í Skagafirði um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Spurningin er hvort í stað margra aðskildra og mismunandi mannvirkja eins og hefur verið kynnt í rammaskipulagi Sauðárkróks, gæti Sveitarfélagið
    Skagafjörður séð hag í fjölnota íþróttahúsi þar sem möguleiki væri á að samnýta mannvirkin og mannauðinn til að tryggja betri og hagkvæmari rekstur. Í skýrslunni er farið yfir það sem
    hefur komið fram og borið hæst í umræðunni í Skagafirði; litið til annarra sveitarfélaga og samanburður við önnur sveitarfélög og hvað þau hafa verið að gera í sínum mannvirkjamálum. Skoðaðar eru rekstartölur fyrir mannvirkin ein og sér, auk þess sem reynt
    er að segja til um rekstarkostnað fyrir fjölnota íþróttahús og skoðað hvort hagræðing sé af því.
    Skoðuð er möguleg fjármögnun og þá sérstaklega með tilliti til einkaframkvæmda samanborið við sameignarfélags um rekstur mannvirkisins. Aðferðafræðin sem hefur verið notuð við öflun gagna í skýrslunni er svokölluð raunrannsókn
    þar sem viðtöl, ásamt spurningum í gegnum tölvupóst hefur verið beitt til að kalla fram niðurstöðu. Auk þess hefur vettvangsrannsóknir átt sér stað þar sem skýrsluhöfundur hefur
    farið og skoðað flest mannvirkin til að nálgast sem mestar upplýsingar. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að þó nokkur hagræðing sé af rekstri fjölnota íþróttahúss samanborið við nokkur mismunandi mannvirki eins og fyrirhugað er samkvæmt
    nýju rammaskipulagi. Hvort það eitt og sér sé síðan nóg til að réttlæta slíka uppbyggingu er erfitt að segja til um þar sem mismunandi sjónarmið eru meðal íbúa um hvað sé mikilvægast í
    því þjónustustigi sem sveitarfélagið vil veita hverju sinni. Á að leggja áherslu á íþróttamanvirki, leikskóla, skólahúsnæði eða eitthvað allt annað. Fjármagnkostnað og rekstur
    sveitarfélagsins þyrfti að skoða nánar til að sjá hvort bolmagn sé til slíkra framkvæmda eða skoða möguleika á einkaframkvæmd.
    Niðurstöðurnar má túlka á þann hátt að mikilvægt sé fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að byrja á því að setjast niður og marka sér skýra stefnu varðandi viðhald og uppbyggingu
    íþróttamannvirkja. Nauðsynlegt er að þessi stefna sé mótuð í samstarfi við íþróttahreyfinguna og forsvarsmenn skólanna enda þessir aðilar stærstu notendur mannvirkjanna. Þrátt fyrir að þessi stefna sé ekki til staðar í dag og ákvörðunartökur varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja óskýrar, kemur þó berlega í ljós mikill vilji meðal sveitarstjórnarsmanna til að gera vel við almenning og íþróttafélög er kemur að íþróttamannvirkjum. Hjá ekki stærra sveitarfélagi er um gríðarlegt framboð íþróttamannvirkja að ræða. Í ljósi harðnandi efnahagsástands og niðurskurðar hjá ríki og sveitarfélögum er enn mikilvægara en áður að leita allra leiða til að gera rekstur og framkvæmdir þessara mannvirkja eins hagstæðan og hugsast getur.

Samþykkt: 
  • 21.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6656


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölnota íflróttahús í Skagafiri.pdf14.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna