is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/665

Titill: 
  • Stjórnandi eða strengjabrúða?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er gerð tilraun til að svara því í hverju starfsánægja aðstoðarleikskólastjóra felst. Í þeim tilgangi var notað sambland af eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum. Aðstoðarleikskólastjórum í Kópavogi voru sendir spurningalistar og tekin voru viðtöl við þrjá þeirra. Það voru tíu aðstoðarleikskólastjórar sem svöruðu spurningalistunum eða 62,5%. Gerð er grein fyrir því í hverju þátttökustjórnun felst.
    Það sem aðskilur kennara frá öðrum stéttum skv. niðurstöðum fyrri rannsókna á starfsánægju er að ánægja þeirra tengist fyrst og fremst starfinu með börnunum. Ég hafði þá tilgátu að það væru sex þættir sem hefðu mest áhrif á starfsánægju aðstoðarleikskólastjóra fyrir utan starfið með börnunum: Að það skipti máli hver stjórnunarstefna leikskólanna væri, að samvinnan við leikskólastjórann væri góð, vinnuaðstaðan væri góð, skipulag á vinnu væri gott, launin sanngjörn og að mannauður þeirra nýttist sem best.
    Ýmislegt athyglisvert kom í ljós í þessari rannsókn. Aðstoðarleikskólastjórarnir voru t.d. allir ánægðir með hvernig mannauður þeirra nýttist í starfinu, þeir voru allir nema einn sáttir við verkefni sín í stjórnunartímanum en átta af tíu fannst stjórnunartíminn of lítill. Allir áttu þeir góð samskipti við sína leikskólastjóra. Á hinn bóginn var starfsaðstaða allra aðstoðarleikskólastjóranna mjög léleg, nánast engin. Átta af tíu voru óánægðir með launin, þótti þau ekki í samræmi við menntun, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Þeir vildu að launabilið milli deildarstjóra og aðstoðarleikskólastjóra væri meira og minna bil milli þeirra og leikskólastjóra.
    Varðandi stjórnunarstefnu leikskólanna kom í ljós að hún er ekki nógu skýr og sýnileg í flestum skólanna. Einnig kom í ljós að ekki var samhengi milli þess hvort leikskólastjóri hefði framhaldsmenntun í stjórnun og þess hvort hann stýrði sínum skóla eftir ákveðinni stefnu.
    Það sem virðist veita aðstoðarleikskólastjórum mesta starfsánægju er annars vegar starfið með börnunum og hins vegar það hvað starfið er fjölbreytt og nýtir mannauð þeirra vel. En til að auka starfsánægju þeirra þarf greinilega að hækka launin, bæta starfsaðstöðuna og auka stjórnunartímann.
    ATH. ÞAÐ VANTAR AFTAN Á RITGERÐINA

Samþykkt: 
  • 29.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannveig_ritgerd.pdf352.38 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna