is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6663

Titill: 
  • Leikskólabörn og hreyfing : mikilvægi hreyfileikja fyrir þroska og nám barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi greinagerð er fylgiskjal vefsíðu sem er til B.ed. prófs við Menntavísindasvið við Háskóla Íslands vorið 2010. Vefsíðan, http://www.hreyfileikir.net, inniheldur hreyfileiki og æfingar sem stuðla að betri þroska barna. Leikir og hreyfing hafa mikla þýðingu fyrir þroska barna og eru jafnframt mikilvægir þættir í kennslu ungra barna. Hins vegar hafa báðir þessir þættir breyst mikið á undanförnum árum og virðist hreyfing því miður vera á undanhaldi í lífi margra barna (Erlingur Jóhannsson og fl., 2003:39).
    Í leik finna börnin upp nýjar og þroskandi hreyfingar og verkefni. Þau vinna úr reynslu sinni og læra um sig sjálf og umhverfið sitt (Kari Aasen Gundersen 1994:18-19). Með hreyfileikjum ýtum við undir hreyfiþroska barnanna, örvum ímyndunaraflið, sköpum leikgleði og stuðlum því að andlegri og líkamlegri vellíðan barna (Hrafnhildur Sigurðardóttir, 1992). Góður hreyfiþroski eflir einnig sjálfstraust barna og sjálfsmynd þeirra (Guðrún Bjarnadóttir 2000:49).
    Höfundar telja mikilvægt sé að ýta undir jákvæða hreyfingu barna með leikjum, svo að hreyfing verði hluti af daglegu lífsmynstri þeirra. Tilgangur verkefnisins er að auðvelda aðgengi að góðum hreyfileikjum til að auka notkun leikja og hreyfingar í lífi barna.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 21.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6663


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leikskólabörn og hreyfing.pdf264.42 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna