ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6671

Titill

Gæðakerfi ALCOA Fjarðaáls : innleiðing ABS gæðamenningar

Leiðbeinandi
Skilað
September 2010
Útdráttur

Ritgerðin skoðar og rannsakar hugmyndafræði sem hefur verið ofarlega á baugi þegar kemur að umræðu um framleiðslu- og gæðakerfi. Fyrirtækið sem rannsóknin fór fram í er
nýjasta álverksmiðja innan ALCOA, en ALCOA er frumkvöðull í framleiðslu á áli og vörum unnum úr áli. Í fræðilega hlutanum er fjallað ítarlega um framleiðslukerfi Toyota, sem er grunnur að gæðakerfi ALCOA, ABS. Angi þessarar hugmyndafræði hefur verið
rannsakaður af vestrænum háskólum og hefur verið nefndur „lean“. Það verkefni að innleiða nýja hugmyndafræði í íslensku fyrirtæki og af þeirri stærðargráðu sem verksmiðja Fjarðaáls í Reyðarfirði er, hefur líklega ekki verið framkvæmt áður hér á
landi. Rannsóknin er því að skoða hvernig þessi framkvæmd hefur tekist og hvað hægt er að virkja í íslenskri fyrirtækjamenningu til þess að styrkja innleiðinguna. Helstu niðurstöður eru þær að hægt er að innleiða gæðakerfi á þessum grunni í íslenskri
verksmiðju og hlutverk þess er allmikið í upphafi. Vandkvæði í íslenskri fyrirtækjamenningu geta þó tafið innleiðingu og þá helst agaleysi. Mikilvægur þáttur kaizen-aðferðafræðinnar og staðlaðs verklags helst í hendur við þekkingu og það að
leggja áherslu á fólk með tilliti til öryggis. Þessir þættir eru til þess fallnir að skapa gæðamenningu innan fyrirtækis.

Samþykkt
22.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Gæðakerfi Fjarðaál... .pdf135KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Gæðakerfi Fjarðaál... .pdf60,6KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Gæðakerfi Fjarðaál... .pdf534KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna
Gæðakerfi Fjarðaál... . Elíesersson_forsíða.pdf8,92KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna