ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6674

Titill

Sálfélagslegar meðferðir fyrir einstaklinga með tvíþátta geðsjúkdóm

Leiðbeinandi
Skilað
Október 2010
Útdráttur

Tvíþátta geðsjúkdómur þar sem einstaklingurinn hefur bæði geðsjúkdóm og fíknisjúkdóm er algengur. Margir fylgikvillar og félagsleg vandamál fylgja því að vera með tvíþáttagreiningu sem hefur mikil áhrif á líf einstaklingsins og fjölskyldu hans. Eru þessir þættir einnig mjög kostnaðarsamir fyrir samfélagið. Því er mjög mikilvægt að þessi sjúklingahópur fái meðferð við hæfi.
Í þessari samantekt er fjallað um sálfélagslegar meðferðir fyrir einstaklinga með tvíþátta-greiningu. Eru heimildirnar fengnar úr gagnagrunnum Scopus, Cinahl, PubMed og Medline. Fjallað er um samþætta meðferð, hvatningarviðtal, hugræna atferlismeðferð og 12-spora prógramm og árangur rannsókna metinn. Leitast er eftir því að finna hvaða meðferð ber árangur. Samantektin sýnir að sálfélagslegar meðferðir eru árangursríkar fyrir einstaklinga með tvíþátta-greiningu og þá helst í formi samþættrar meðferðar. Þá er 12-spora prógramm sérstaklega ætlað einstaklingum með tvíþáttagreiningu árangursrík leið til að ná fram og viðhalda langtíma árangri.
Lykilorð: tvíþáttagreining, sálfélagslegar meðferðir, samþætt meðferð, hópmeðferð, hvatn-ingarviðtal, hugræn atferlismeðferð, 12-spora prógramm.

Samþykkt
26.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
snidmat_lokaverkefni.pdf391KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna