is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6680

Titill: 
  • Siðfræðileg stjórnun á tímum niðurskurðar og uppsagna í heilbrigðiskerfinu : eru stjórnendur að temja sér siðferðilegan hugsunarhátt í hagræðingarkröfum nútímans?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Við lifum á tímum hraðra efnahagsbreytinga og hefur þörfin á niðurskurði og hagræðingu í kjölfar efnahagshrunsins sjaldan verið meiri. Íslenska heilbrigðiskerfið er þar engin
    undantekning og stendur frammi fyrir gífurlega erfiðu árferði þar sem fjárlög til þess hafa verið skert svo um munar. Yfirvofandi niðurskurður gæti leitt til uppsagna starfsfólks sem í kjölfarið
    gæti leitt til aukins álags á starfsfólk og stefnt gæðum og öryggi þjónustunnar í uppnám.
    Uppsagnir eru viðkvæmt málefni og því mikilvægt að ákvarðanataka þeirra sé gerð að vel íhuguðu máli. Mikilvægt er að hafa siðfræðilega aðferðarfræði að leiðarljósi i þeim málum.
    Siðferðilegt viðmót stjórnenda í garð undirmanna sinna er ekki síður mikilvægt en siðferði heilbrigðisstarfsfólks gagnvart sínum skjólstæðingum. Leonard J. Weber er höfundar bókar um hvernig hægt er að temja sér hugsunarhátt viðskiptasiðfræðinnar í heilbrigðisþjónustu. Í þeirri bók setur hann meðal annars fram líkan sem gott er að styðjast við þegar ákvörðun um uppsagnir
    eru teknar. Bókin er höfð til hliðsjónar í þessari rannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka hvort stjórnendur í íslenska heilbrigðiskerfinu notist við siðfræðilega aðferðafræði í erfiðum ákvarðanatökum á borð við fjöldauppsagnir.
    Spurningarlisti var saminn út frá líkani í bók Leonard J. Weber‘s og sendur út í tölvupósti til stjórnenda og trúnaðarmanna Landspítalans, Kragasjúkrahúsanna, Fjórðungssjúkrahúsanna og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
    Alls fengu 429 manns spurningarkönnunina til sín í tölvupósti og var meðaltalssvörun 41,1%. Svörun könnunarinnar var síðan borin saman við líkan Weber‘s og grunnkenningar siðfræðinnar.
    Sá samanburður sem gerður var sýndi fram á að siðferðislegur hugsunarháttur er ekki hafður að leiðarljósi við ákvarðanatökur uppsagna í íslenska heilbrigðiskerfinu.

Samþykkt: 
  • 27.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6680


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þóra Gunnlaugsdóttir_Meistaraverkefni_skemman.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna