ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/669

Titill

Það þarf tvo til að tala saman

Leiðbeinandi
Útdráttur

Máltaka barna er mjög mikilvægur þáttur í þroskaferli þeirra. Tilgangur þessa verkefnis er að
skoða ítarlega máltökuferlið, hvernig börn læra málið, hvenær þau byrja að tala og hvað hægt
er að gera ef um einhverja tal- eða málröskun sé að ræða. Við lærum flest að tala án mikilla
erfiðleika en það er þó alltaf eitthvað um það að börn þurfi á ýmis konar aðstoð frá fagaðilum
að halda ef um seinkaðan málþroska er að ræða.
Tungumálið er okkur mikilvægur boðskiptamiðill og eitt helsta sérkenni mannsins, ég
kem aðeins inn á það í þessu verkefni. Næst mun ég skoða hvar málið á upptök sín það er að
segja heilann og skiptingu hans, einnig kem ég inn á hverjar afleiðingar málstols eru. Rauði
þráðurinn í verkefninu er máltaka barna, hvernig fræðimenn eins og Skinner, Chomsky og
Lenneberg hafa allir sína sýn á máltökuskeið barna.
Málþroskinn er enn fremur skoðaður allt frá hjali til fimm ára aldurs. Ýmsir mál- og
talgallar geta komið fram hjá börnum og í þessu verkefni verður komið inn á nokkra þeirra.
Einnig verður málörvun tekin fyrir og mun höfundur varpa fram sínum skoðunum á henni.
Eftir að hafa unnið þetta verkefni og lesið mér til um viðfangsefnið hefur skilningur
minn á mikilvægi máltökuskeiðsins og málþroskans aukist mikið. Öll börn eiga rétt á að alast
upp í því málumhverfi sem þau búa við og fullorðna fólkið er mikilvægur þáttur í því. Öll
börn eiga rétt á að talað sé við þau, lesið og sungið fyrir þau og að þau séu jafnmikilvægar
persónur og hinir fullorðnu.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf58,7KBOpinn Þarf tvo - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf26,9KBOpinn Þarf tvo - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
forsida og samn.pdf51,1KBTakmarkaður Þarf tvo - forsíða PDF  
lokaverkefni.pdf560KBTakmarkaður Þarf tvo - heild PDF  
útdrattur1.pdf14,0KBOpinn Þarf tvo - útdráttur PDF Skoða/Opna