ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/670

Titill

Hvað er málið? : mikilvægi tungumáls í leikskólastarfi

Útdráttur

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hér
er skoðað hvernig tungumál barna þróast og hvort vinna þurfi markvisst með móðurmál
og orðaforða í leikskóla. Einnig er skoðað hvaða kennsluaðferðum kennarar gætu beitt til
þess að nám verði ekki íþyngjandi fyrir börn á þessu fyrsta skólastigi.
Í leikskóla er stutt við alhliða þroska barna og leitast við að auka hann eins og kostur er,
þar á meðal málþroskann. Leikurinn er í fyrirrúmi í leikskólastarfi og ætti efling
málþroska barna að vera rauður þráður í því starfi. Móðurmálið er undirstaða alls náms
barna. Málið nota þau til boðskipta og tjá þannig hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir.
Ýmislegt bendir til þess að á síðustu árum hafi orðaforði barna og skilningur á hugtökum
og orðasamböndum farið minnkandi. Mikilvægt er því að efla málþroska barna og auka
orðaforða þeirra og málskilning. Niðurstaða þessa verkefnis er sú að þetta sé best að gera
með markvissum hætti í gegnum leik og skapandi starf. Þannig ná börn góðu valdi á
tungumálinu og eru betur í stakk búin að takast á við formlegt nám.
Leikur er aðal náms- og þroskaleið barna. Í gegnum leikinn öðlast þau skilning á
umhverfi sínu og læra að vinna úr eigin reynslu. Börn þurfa því fjölbreytilegt og lærdóms
hvetjandi leikumhverfi þar sem leikurinn markast af þroska þeirra, bakgrunni og
uppeldisumhverfi.
Í leik læra börn nýja færni, tjá tilfinningar sínar og fá útrás fyrir þær. Börn læra með því
að takast á við hlutina, nýta reynslu sína og nám sitt byggja þau á einhverju sem þau
þekkja. Það skiptir því miklu máli að í námi barna sé samfella og sveigjanleiki og að það
sé alltaf gengið út frá því hvað sé barninu fyrir bestu.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerð.pdf179KBTakmarkaður Hvað er málið - heild PDF  
Lokaritgerð_Efnisy... .pdf18,3KBOpinn Hvað er málið - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Lokaritgerð_Heimil... .pdf25,4KBOpinn Hvað er málið - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Lokaritgerð_Útdráttur.pdf12,7KBOpinn Hvað er málið - útdráttur PDF Skoða/Opna