is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/676

Titill: 
  • Fræðsla skiptir máli : sjálfsákvörðunarréttur fólks í búsetu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggist á eigindlegri rannsókn sem gerð var í búsetuþjónustu fatlaðs fólks. Þátttakendur í rannsókninni voru sex, fjórir íbúar og tveir forstöðumenn.
    Tveir þátttakenda búa í sjálfstæðri búsetu og tveir á herbergjasambýli. Annar forstöðumannanna starfar í sjálfstæðri búsetu og hinn á herbergjasambýli. Heimilda var aflað með lestri fræðilegra heimilda og rannsóknagagna var aflað með hálf opnum viðtölum. Markmið rannsóknarinnar var að athuga með hvaða hætti íbúar upplifa réttinn til að taka ákvarðanir í daglegu lífi og með hvaða hætti þekking forstöðumanna hefur áhrif á hvort sjálfsákvörðunarréttur er virtur í búsetu. Viðtölin voru tekin upp á segulband, þau afrituð orðrétt og greind í þemu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að fræðsla, valdefling, val og virðing eru þættir sem vert er að horfa til þegar verið er að skipuleggja þjónustu við fatlað fólk. Ákvarðanataka fatlaðs fólks er háð aðstæðum hverju sinni og oft er um takmarkað val að ræða vegna þess.

Samþykkt: 
  • 29.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/676


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf419.72 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna