is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/685

Titill: 
  • Velkomin í hópinn : upplifun foreldra af þjónustu þegar fyrirséð er um frávik hjá barni þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis er tvíþætt, annars vegar að kanna reynslu foreldra af þjónustu sem þeir fengu þegar fyrirséð var um frávik eða fötlun hjá barni þeirra og hins vegar að heyra rödd foreldranna um hvað þeir telja helstu kosti og galla hennar. Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarspurningin sem lagði grunn að verkefninu var: „Hver er upplifun foreldra af veittri þjónustu við foreldra þegar fyrirséð er um frávik hjá ófæddu / nýfæddu barni þeirra“? Tekin voru óstöðluð opin viðtöl við foreldra til að heyra rödd þeirra um hvað þeir teldu vera kosti og galla þeirrar þjónustu sem þeim stóð til boða. Þátttakendur í rannsókninni voru sex foreldrar, það er fimm mæður og einn faðir. Umræðuefni viðtalanna var ákveðið fyrir fram en innihald og uppbygging þeirra var misjöfn frá einu viðtali til annars. Þar sem um fáa þátttakendur er að ræða er ekkert hægt að alhæfa um niðurstöður en þó er ýmislegt sem bendir til þess að margt megi betur fara í veittri þjónustu.
    Niðurstöður sýndu fram á að almennt voru foreldrar óánægðari með þjónustu sem þeir fengu snemma á meðgöngu heldur en eftir að barn þeirra fæddist. Það mátti greina á viðbrögðum þeirra að ýmsir vankantar eru á því hvernig tilkynnt er um frávik. Það kom fram hvað það hefði mikla þýðingu fyrir foreldra að fá að vita hver staðan væri á heilsu barnsins, hvaða möguleikar væru í þeirri stöðu komin væri og að þeir finndu fyrir stuðning fagfólks. Helstu hnökrar sem komu fram voru að það vantaði stundum samfelldari þjónustu á milli þeirra staða sem foreldrarnir þurftu að leita til og virtist það að einhverju leyti koma til vegna óskýrra verklagsreglna. Langflestir komu inná mikilvægi sálgæsluaðstoðar og nauðsyn þess að hitta aðra foreldra sem gengið höfðu í gegnum svipaða reynslu.

Samþykkt: 
  • 29.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf577.34 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Kynningarbréf.pdf106.8 kBOpinnKynningarbréfPDFSkoða/Opna
Leyfi.pdf52.74 kBOpinnLeyfiPDFSkoða/Opna
Leyfi 2.pdf53.77 kBOpinnLeyfi 2PDFSkoða/Opna
Persónuvernd.pdf14.17 kBOpinnPersónuverndPDFSkoða/Opna
Skema.pdf27.71 kBOpinnSkemaPDFSkoða/Opna
visindanefnd2.pdf26.92 kBOpinnVísindanefndPDFSkoða/Opna
Vísindanefnd.pdf26.27 kBOpinnVísindanefnd 2PDFSkoða/Opna