ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6907

Titill

Rentusókn og íslenskur landbúnaður í núverandi árferði

Skilað
Júní 2010
Útdráttur

Markmið þessarar BS.c ritgerðar er tvíþætt. Annars vegar að kanna hvort rentusókn í landbúnaði leiði til óskilvirkrar aðlögunar ríkisfjármála og hins vegar hvort munur er á stefnu stjórnvalda og viðhorfi almennings til stuðnings við íslenskan landbúnað. Framkvæmd var megindleg rannsókn við vinnslu þessarar ritgerðar í formi spurningakönnunar sem aðgengileg var á internetinu. Notast var við hentugleikaúrtak og voru þátttakendur 556 talsins. Tilgátur rannsakenda voru eftirfarandi: (1) Tengsl eru á milli menntunarstigs og viðhorfi til landbúnaðarstyrkja. (2) Tengsl eru á milli menntunarstigs og viðhorfi til innflutningshafta. (3) Tengsl eru á milli launa og þess hversu mikið svarendur telja að ríkið eigi að greiða til stuðnings með íslenskum landbúnaði. (4) Munur er á því hversu mikið svarendur telja að greiða eigi með landbúnaðinum og áætlaðri greiðslu samkvæmt fjárlögum fyrir 2010. (5) Munur er á því hversu mikið svarendur eru tilbúnir að greiða mánaðarlega til stuðnings við landbúnaðinn og núverandi meðalgrei slu skattgreiðenda í gegnum skattkerfið. Helstu niðurstöður benda til að munur er á viðhorfi almennings til stuðnings við landbúnaðinn og stefnu stjórnvalda, sem helst má rekja til rentusóknar og því sé sú rentusókn að leiða til óskilvirkrar aðlögunar í ríkisfjármálum.

Athugasemdir

Viðskiptafræði

Samþykkt
8.11.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Eliabet-Olof-Allwo... .pdf8,09MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna