ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6908

Titill

„Þetta verður að vera glíma“ : sannfæring Waldorfkennara um sköpunarkraft í eigin kennslu

Skilað
Október 2010
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að skoða og lýsa sannfæringu Waldorfskólakennara um sköpunarkraft í kennslu. Gildi og tilgangur rannsóknarinnar fólst í því að varpa ljósi á sköpunarkraft í skólastarfi og fá fram hugmyndir um það hvernig byggja má á sköpunarkrafti í kennslu. Í þessari rannsókn er litið til sannfæringar kennara í þeim tilgangi að draga fram hugmyndir þeirra um sköpunarkraft. Leitað var í smiðju Waldorfkennara þar sem hugmyndafræði þeirra styður við sköpunarkraft í kennslu. Fræðilegt samhengi rannsóknarinnar er í þremur þáttum. Fyrst er umfjöllun um hugmyndafræði Waldorfskólanna. Því næst er fjallað um hugmyndir kennara um eigið starf með áherslu á sannfæringu kennara. Að lokum er fjallað um sköpunarkraft í menntun og skólastarfi frá ýmsum hliðum.
Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir. Gagnasöfnun stóð yfir í rúmt ár og voru gerðar þátttökuathuganir og tekin viðtöl. Þátttakendur eru fjórir Waldorfskólakennarar, tveir frá hvorum Waldorfgrunnskólanna sem starfa á Íslandi.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að sannfæring kennaranna um sköpunarkraft í kennslu einkennist af hugmyndum um sköpunarkraft sem innblástur til að sjá námsefnið og námsferlið í nýju ljósi og að sköpunarkrafturinn þrífst innan andrúmslofts sem styður við hann. Þennan innblástur megi virkja í réttu andrúmslofti til að styðja við innihaldsríkt nám nemenda sem fari fram í sköpunarferli. Til þess þurfi kennarinn að nýta sköpunarkraft sinn í undirbúningi og kennslu. Á vettvangi birtist sannfæring kennaranna í þeim leiðum sem þeir völdu í kennslu og einkenndust af fjölbreytni og heildrænni hugsun. Hún birtist einnig í mótun sköpunarferlisins þar sem fram komu áherslur á sterkan ramma sem stuðning við ferlið. Kennararnir töldu undirbúning sinn og tengingu við efnið í gegnum eigin sköpunarkraft vera forsendu þess að skapandi flæði færi af stað í sköpunarferlinu. Þeir töldu sitt helsta viðfangsefni vera að móta þetta ferli og gera nemendum kleift að læra á skapandi hátt.

Samþykkt
8.11.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
hrafnhildure_ma.pdf1,09MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna