is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6913

Titill: 
  • Gagnast sjúkraskrárupplýsingar sjúklingi er hann nýtir sér þjónustu fleiri en eins meðferðaraðila?
  • Titill er á ensku Do health care data benefit patients when they use more than one health service?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skipulag heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi hefur fengið nýjan lagaramma á síðustu tíu árum. Ný lög um sjúkraskrár nr. 55/2009 voru sett með það að markmiði að sjúkraskrárupplýsingar, sem eru viðkvæmar persónuupplýsingar, væru meðhöndlaðar sem slíkar út frá persónuvernd ásamt því að gagnast sjúklingum og heilbrigðisstarfsmönnum þegar sjúklingi væri veitt meðferð.
    Rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er hvort sjúkraskrárupplýsingar nýtist sjúklingi, til bættrar og samfelldari þjónustu, þegar hann nýtir sér þjónustu fleiri en eins meðferðaraðila. Í ritgerðinni er farið yfir hvaða áhrif stefnumörkun fyrir heilbrigðisþjónustuna á Íslandi hefur haft á lagasetningu síðustu ára. Fjallað er um lög varðandi réttindi sjúklinga, lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, heilbrigðislög og lög um landlækni. Greint er hvaða áhrif ný lög um sjúkraskrár hafa á þjónustu við sjúklinga.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að ný lög um sjúkraskrár setja þann lagaramma sem þarf til að sjúkraskrárupplýsingar nýtist sjúklingi þegar hann leitar þjónustu fleiri en eins aðila í heilbrigðisþjónustunni. Þó er bent á atriði sem breyta þarf til betri vegar til að lögin nái að fullu tilgangi sínum sem er að bæta þjónustu við sjúklinga. Þau eru helst að flýta verður innleiðingu heilbrigðisnets, setja viðmiðunarreglur varðandi aðgangshindranir og takmarkanir sem sjúklingur getur sett út frá réttindum persónuverndar. Lagt er til að lyfjalögum nr. 93/1994 verði breytt þannig að upplýsingar um lyfjaávísanir lækna verði aðgengilegar meðferðaraðila og sjúklingnum sjálfum. Samstarf heilbrigðisstétta mun aukast með tilkomu heilbrigðisnets og sjúkraskrárupplýsingar nýtast sjúklingum betur til bættrar og öruggari heilbrigðisþjónustu.

  • Útdráttur er á ensku

    In the last ten years the organisation of the Icelandic health service has been put into a new legal framework. The objective of the new Health Records Act No. 55/2009 was to ensure that health records, which are delicate personal information, would be handled with respect to personal privacy, and would benefit patients and health care professionals during treatment. This thesis asks the question if health data benefits patients and provides them with an improved care and a greater continuity of care, when using more than one health service.
    The thesis also addresses the influence the Icelandic health service policy has had on recent years’ law-making. Laws regarding patients’ rights, data protection and the protection of privacy are discussed, as well as legislations on health and the Medical Director of Health. The effect of the new Health Records Act on the service to patients is analysed.
    The main conclusions of the thesis are that the new Health Records Act sets the legal framework necessary for health data to benefit patients seeking service from more than one health service. However, a few points are identified that must be changed if the laws are to fulfil their purpose, which is to provide better patient care; The introduction of a joint health information system must be expedited, guidelines must be set regarding access monitoring and prohibitions by patients, based on personal privacy regulations. It is proposed that the Medicinal Products Act no. 93/1994 be changed and the information about doctors’ prescriptions be made accessible to health care professionals and the patients. Co-operation between health care practitioners will increase with the joint health information system and health data will benefit patients in an improved and more secure health care.

Samþykkt: 
  • 9.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6913


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margret-Tomasdottir_ML-2010.pdf428.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna