is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6920

Titill: 
  • Vilji til góðra verka : hvernig hafa skólastjórar áhrif á miðlun siðferðislegra gilda?
  • Titill er á ensku A mind for good deeds : how do principals have influence on providing moral values?
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi beinist að því hvernig skólastjórar hafa áhrif á miðlun siðferðislegra gilda í skólastarfi. Leitast verður við að varpa ljósi á viðfangsefnið með því að skoða sérstaklega störf skólastjóra sem tekið hafa þá afstöðu að beita sér fyrir miðlun siðferðislegra gilda í sínum skólum og hvernig ætlunarverk þeirra hefur náð fram að ganga.
    Rannsóknin er með eigindlegu rannsóknarsniði og byggir á viðtölum við skólastjóra og rýnihópa starfsfólks þriggja grunnskóla, auk þess sem útgefin gögn af hálfu skólanna voru rannsökuð m.t.t. viðfangsefnisins. Rannsóknarviðtöl beindust að hugmyndum skólastjóranna um skólastarf, stjórnunarhætti og stöðu siðferðislegra gilda í skólum þeirra. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni:
    Hvernig hafa skólastjórar áhrif á miðlun siðferðislegra gilda?
    Auk þess var leitað svara við einni afleiddri spurningu í þessu sambandi:
    Hvaða hindrunum mæta skólastjórar sem vilja hafa áhrif á miðlun siðferðislegra gilda?
    Í niðurstöðum kemur fram að skólastjórarnir nýta sér skólamenningu til að hafa áhrif á miðlun siðferðislegra gilda. Sá hluti skólanámskrár skólanna er laut að kennslu var lítið frábrugðinn sambærilegum gögnum annarra skóla sem skoðaðir voru til samanburðar. Ákveðið hugarfar virtist til staðar hjá öllum skólastjórunum, skýr sýn á siðferðislegan tilgang skólastarfs og ásetningur um að hafa góð áhrif á nemendur. Skólastjórarnir fylgdu að hluta til áþekku ferli fyrstu misserin eftir að þeir tóku við stjórnun sinna skóla. Þeir fóru allir í stefnumótunarvinnu með sínu starfsfólki þar sem sýn skólans og einkunnarorð fyrir skólastarfið voru valin. Í hverjum skóla hefur einnig verið innleitt ákveðið fyrirkomulag fyrir samskipti og uppeldi sem talið er henta sem farvegur til að veita hugmyndum um skólastarfið út í dagleg störf. Hér skildu leiðir skólastjóranna því fyrirkomulag skólanna var nokkuð ólíkt. Í dag má segja að hver skólastjóri viðhafi sína stjórnunarhætti og þar með þá eftirfylgni við miðlun siðferðislegra gilda sem hæfir hverjum og einum.
    Það er niðurstaða rannsakanda að skólastjórarnir þrír hafi náð árangri í þeirri ætlun sinni að hafa áhrif á miðlun siðferðislegra gilda. Þar af leiðandi er sú ályktun dregin að ólíkar leiðir geti þjónað þeim tilgangi að hafa áhrif á miðlun gilda í skólastarfi.

  • Útdráttur er á ensku

    This research investigates how principals have influence on imparting moral values in primary schools. The aim is to illuminate the subject through the work of principals who have taken a stand and attempted to have an impact on values and morality in their schools and how they have succeeded.
    This is a qualitative research based on individual interviews with principals and focus groups interviews in three different primary schools and examination of their web-pages, publications and self-evaluation reports in order to provide empirical insights. The interviews aimed to capture the ideas of the principals about school, educational leadership and how moral values appear in their schools. The two research questions were:
    How do principals influence the provision of moral values?
    What kind of obstacles do they meet while seeking to have influence on providing moral values?
    Findings indicated that the principals exert themselves through school culture in order to address moral aims. The curriculum of all three schools was similar to the comparing schools. All the principals had a distinct vision on school purpose and intentions of improving the pupil’s lives in a beneficial way. For the most part the principals used identical methods in their first year of headship. They created a school vision and chose a slogan reflecting the emphasis of the school goals. Each school has implemented a program for how to communicate within the school as a way of expressing their mission. The schools chose a different program and today each principal has his personal style leading his school and pursuing moral values.
    The conclusion is that while all the principals had influence on imparting of moral values, no single model of practice seems to stand out as the best one. It appears, therefore, that different models can equally well serve the purpose of pursuing moral values.

Samþykkt: 
  • 10.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6920


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vilji til góðra verka.pdf691.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna