is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6922

Titill: 
  • „Bright start“ : námsefni og kennsluaðferðir sem efla nemendur og móta góðan skólabrag
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bright Start, vitræn námskrá fyrir ung börn, er nýtt námsefni á Íslandi. Áhersla er á markvissa þjálfun vitrænna ferla hjá börnum. Námsefnið var þýtt og staðfært árið 2004 og tilraunakennt í tveimur skólum á árunum 2004–2006. Í rannsókn þessari er fylgst með Bright Start kennslunni ásamt því að gerð var úttekt á frammistöðu barnanna í völdum þáttum, fyrir og eftir Bright Start kennsluna.
    Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvort Bright Start kennslan skilar meiru en önnur kennsla hvað varðar þróun ákveðinna hugsunarferla svo sem ályktunarhæfni, hugtakanotkun, talnaskilning og áhuga nemenda. Í rannsókninni er einnig fylgst með kennurum í breytingastarfi, skoðað er hvaða þættir reyna á þátttakendur, hvað skiptir máli og hvernig best er að standa að málum til að festa breytingar í sessi. Rannsóknin var byggð á tveimur rannsóknaraðferðum, prófum og rýnihópi og var gögnum safnað á árunum 2004 – 2006. Rannsóknin er samanburðarrannsókn þar sem próf voru lögð fyrir nemendur í tilraunaskólunum og tveimur samanburðarskólum og frammistaða Bright Start nemenda er borin saman við frammistöðu nemenda sem ekki hafa fengið slíka kennslu. Rýnihópur var eingöngu samsettur af kennurum í tilraunaskólunum.
    Helstu niðurstöður eru þær að marktækur munur, Bright Start nemendunum í hag, kom fram á Told málþroskaprófi og Talnalykli stærðfræðiprófi. Ekki kom fram marktækur munur á Raven greindarprófum. Í rýnihópnum komu fram sterkar vísbendingar um að Bright Start efli ákveðna þætti grunnhugsunar. Strax í upphafi myndaðist grunnur að tungumáli sem kennarar og nemendur notuðu í samskiptum sín á milli allan veturinn. Að mati þátttakenda var auðveldara að styrkja og viðhalda áhuga Bright Start nemendanna. Þeir tóku eftir framförum hjá nemendum í samskiptum, meiri sjálfsstjórn, auknu sjálfstæði og aukinni færni þeirra til að greina vandamál. Samstarf var að mati þátttakenda lykill að því að ná árangri í breytingastarfi. Til þess að festa breytingar í sessi, var lögð mest áhersla á sameiginlegan undirbúningstíma allra þeirra sem koma að breytingastarfi. Vandamál eru óumflýjanleg í breytingastarfi og í glímunni við þau sáu þátttakendur tækifæri til að þróa og bæta starf sitt. Einnig var lögð áhersla á kynningu og leiðbeinandi þátttöku foreldra.

Samþykkt: 
  • 10.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6922


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bright_start_halldora_magnusdottir.pdf950.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna