is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6926

Titill: 
  • Samræða til náms : starfendarannsókn grunnskólakennara í náttúrufræðikennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni segir frá starfendarannsókn þar sem rannsóknarspurningar voru:
    Hvernig get ég bætt starfshætti mína sem náttúrufræðikennari?
    Hvernig get ég nýtt mér samræður nemenda minna og samræðu mína við þá til að nálgast hugarheim þeirra og bæta eigin kennsluhætti í ljósi þeirrar þekkingar?
    Ritgerðin er saga mín þar sem ég greini frá rannsókn á eigin starfi og hvernig ég hef reynt að færa það til betri vegar m.t.t. ofangreindra rannsóknarspurninga. Söfnun gagna fór fram skólaárið 2007 – 2008 en einnig eru nýtt dagbókarskrif frá skólaárinu 2005 - 2006. Helstu gögn eru myndbandsupptökur úr kennslustundum, dagbókarskrif og verkefni frá nemendum.
    Tilraun mín við að innleiða samræður frekar en áður í kennslu mína hefst skólaárið 2005 – 2006, margt gekk ágætlega, nemendur komu fram með hugmyndir sínar og það var virkilega áhugavert að kynnast hugarheimi þeirra. Þó fannst mér vanta nokkuð upp á að markmið mín með samræðunni hefðu náð nægilega fram að ganga.
    Ég reyndi mig aftur við samræðuna í kennslu skóláárið 2007 – 2008 og fannst ýmislegt ganga vel. Mér fannst takast að nýta samræðuna til að kenna til skilnings en vildi sjá framfarir meðal nemenda í að eiga árangursríkar samræður.
    Niðurstöður sýna að kennsluhættir mínir hafa tekið breytingum á tímabilinu frá því ég hóf að skoða starf mitt markvisst. Ég hef öðlast meiri skilning á því menntunarlega gildi sem samræðan getur haft og hvernig ég get bætt starfshætti mína sem kennari með því að nota samræðuna sem kennsluaðferð. Ég stefni að því að auka gæði samræðunnar enn frekar í kennslu minni. Til að ná því fram er ætlun mín að innleiða starfshætti sem taka mið af því að efla vitund nemenda um notkun tungumálsins sem verkfæris til að læra með og hvernig hægt er að beita því til að eiga árangursríkar samræður – samræðu til náms.

Samþykkt: 
  • 10.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd ritgerð.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna