is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6927

Titill: 
  • ,,Nám er besta betrunin" : fræðslustarf í fangelsum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi greinir frá niðurstöðum langtímarannsóknar á mikilvægi náms fyrir betrun, líðan fanga og afbrotahegðun að fangelsisvist lokinni. Markmið rannsóknarinnar var að fá að kynnast upplifun og reynslu fanga af námi innan veggja fangelsis og varpa þannig ljósi á menntun sem betrun. Einnig var markmið að öðlast sýn á það hvort nám drægi úr líkum á afbrotahegðun að fangelsisvist lokinni. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var á árunum 2008-2010. Þátttakendur í rannsókninni voru alls 15, en lykilþátttakendur voru 8 fangar sem fylgt var eftir í langtímarannsókn og stunduðu þeir allir nám í afplánun á Litla-Hrauni í upphafi gagnasöfnunarinnar. Til samanburðar voru einnig tekin viðtöl við námsmenn í öðrum fangelsum landsins. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fjölbreyttar en bera þó allar með sér að skólaganga er föngum mikilvæg, óháð hindrunum í námi. Langtímaniðurstöður benda til að námsárangur, andleg líðan, sjálfsmynd, trú á eigin getu og edrúmennska haldist í hendur. Láti einn þáttur undan síga þá hefur það neikvæð áhrif á aðra tengda þætti. Rannsóknir hafa sýnt fram á að nám í afplánun geti dregið úr afbrotahegðun og því fylgjandi endurkomu í fangelsi. Sýn viðmælenda á mögulega afbrotahegðun þeirra að fangelsisvist lokinni var misjöfn og að miklu leyti háð námsgengi. Þegar vel gekk í námi var viðhorf til jákvæðrar hegðunar ríkjandi og svo öfugt. Við lok rannsóknar var viðhorf til afbrotahegðunar utan fangelsisveggja jákvætt meðal rúmlega helmings hópsins, í þeim skilningi að láta ekki af hegðun sem hugsanlega gæti leitt aftur til fangelsisvistar. Fimm megin lærdómar hafa verið dregnir fram. Talið er mikilvægt að finna hugakinu betrun stað í lögum, til að styrkja stöðu uppbyggilegs starfs í fangelsum. Huga þarf að námsúrræði fyrir fanga sem hafa ekki lokið grunnskólanámi og glíma við námsörðugleika, sem miðar að því að sporna gegn brotthvarfi úr námi í afplánun. Föngum er tryggður réttur til náms samkvæmt íslenskum lögum, en skýrari aðkomu menntamálayfirvalda að þessum málaflokki virðist vanta. Huga þyrfti að gerð námskrár ásamt heildstæðri stefnumótun um fræðslumál í öllum fangelsum landsins. Mikilvægt er að einstaklingum sem hafa stundað nám í afplánun sé áfram tryggt aðgengi að námi þegar út er komið. Slíkt myndi styrkja það nám sem fór fram í afplánun, ásamt því að unnið væri gegn líkum á endurkomuhegðun. Trú fanga á mikilvægi menntunar og vægi náms til að sporna gegn afbrotahegðun að afplánun lokinni, hélst í hendur við námsgengi. Því er mikilvægt að föngum sé tryggt aðgengi að námi sem miðar að þörfum þeirra til að ýta undir jákvæðan námsárangur. Þannig byggjum við betra samfélag með öflugri einstaklingum.

Athugasemdir: 
  • Uppeldis- og menntunarfræði; fræðslustarf, fangelsi, betrun
Samþykkt: 
  • 10.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6927


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nám er besta betrunin - Fræðslustarf í fangelsum.pdf841.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna