is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6928

Titill: 
  • Það er enginn aflögufær : innleiðing nýútskrifaðra kennara í starf í grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er eigindleg rannsókn, unnin á vormisseri 2010 sem 30 ECTS lokaritgerð til M.Ed. prófs við Menntavísindasvið HÍ. Þar er sjónum beint að innleiðingarferli nýútskrifaðra kennara í grunnskólum.
    Gagna var aflað með hálfopnum viðtölum við fjóra kennara á 1. eða 2. starfsári og fjóra skólastjóra við grunnskóla. Einnig var rætt við tvo kennara sem höfðu hætt kennslu í skólanum sínum eftir nokkur ár í kennslu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stjórnendur grunnskóla hafi fullan vilja til að taka vel á móti nýútskrifuðum kennurum. Innleiðingarferlið virðist þó oft ómarkvisst og fela helst í sér kyningu á ýmsum hagnýtum upplýsingum um skólastarfið í upphafi skólaárs og að útvega nýliðanum leiðsagnarkennara. Nýju kennararnir sakna þess að hafa ekki fengið meiri þjálfun á vettvangi í kennaranáminu og þeir segja að skipulag leiðsagnarkennslu þurfa að vera markvissara. Þeir óska eftir auknu samstarfi, umræðum og endurgjöf á starf sitt og meiri nálægð skólastjóra.

Samþykkt: 
  • 11.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6928


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa úr prentun.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna