is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6929

Titill: 
  • Með brotið hjarta : upplifun skólastúlkna af árásargirni í samskiptum
  • Titill er á ensku With broken heart : Schoolgirls’ experiences of relational aggression
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér er greint frá rannsókn sem gerð var 2008-2010. Megintilgangur hennar var að skapa dýpri skilning á samskiptaárásum (e. relational aggression) skólastúlkna, afleiðingum þeirra og æskilegum viðbrögðum. Rannsókninni er ætlað að veita innsýn í upplifun skólastúlkna af samskiptaárásum. Rannsóknarspurningarnar fjalla um upplifun viðmælenda af samskiptaárásum og afleiðingum þeirra, staðalmyndina um þægu skólastúlkuna, tengsl samskiptaárása og náms og viðbrögð starfsfólks skóla. Tekin voru ellefu viðtöl við tíu stúlkur og konur á höfuðborgarsvæðinu sem höfðu reynslu af samskiptaárásum sem nemendur og kennarar. Um hentugleikaúrtak er að ræða. Ekki er vitað til að viðfangsefnið hafi verið skoðað áður á Íslandi. Helstu niðurstöður sýna að svokallaðar drottningar (e. queen bees) í stúlknahópum hafa mikil völd og viðmælendur fundu oft til langtímaafleiðinga vegna árása í samskiptum. Hræðsla, valdabarátta og félagsmótun ýta undir að stúlkur séu vondar hver við aðra þó þær skilgreini sig sem vinkonur. Fram kom að stúlkur eru í einu eða fleiri hlutverkum í senn í skólaumhverfinu, eru ýmist gerendur, þolendur, þöglir áhorfendur eða þægar skólastúlkur. Helstu þrástef (e. discursive themes) í orðræðunni um samskipti stúlkna voru að stúlkur komi ekki hreint fram, stúlkur slúðri um vinkonur sínar og að þær séu falskar hver við aðra. Viðmælendur voru sammála um að samskiptaárásir hefðu áhrif á nám en einstaklingsbundið var hvort atferlið truflaði nám eða hefði hvetjandi áhrif í gegnum aukna samkeppni milli stúlkna. Rannsóknin sýnir að valdaátök stúlkna geta haft alvarlegar afleiðingar og að skólinn virðist vanmáttugur gagnvart vandamálinu. Rannsóknin bendir til þess að auka þurfi umræðu um samskiptaárásir og að stúlkur þurfi aukna þjálfun í að leysa samskiptaágreining á grunnskólaaldri.

  • Útdráttur er á ensku

    This is a qualitative research carried out in 2008-2010. The aim was to get a deeper understanding of relational aggression among schoolgirls, its consequences and implications for educational practice. The research is destined to give an insight into how schoolgirls experience relational aggression, at the present and in the past if adults. The research questions focus on; the girls’ experiences and consequences of relational aggression both personal and educational, the stereotype of the good schoolgirl, and the reaction from the schools. Eleven in-depth interviews were conducted with ten girls and women who had experience of relational aggression as girls or as girls and schoolteachers, in the case of adults. This is the first known research on the topic of relational aggression in Iceland. The findings show that the so called “queen bees” among girls have a lot of power and the participants experience long term consequences from dealing with relational aggression in school (6-15 years old). The findings also suggest that fear, rivalry for power and socialization actuate relational aggression among schoolgirls. In the school the participants played various roles in relational aggression; the doer, the victim, the silent spectator or the good schoolgirl. In their communication discourse the strongest discursive themes were; that girls do not show the world their real faces, that girls gossip about friends and that girls are not true to each other. The participants agreed that their education is often influenced by relational aggression, sometimes the effects are disturbing and sometimes it increases educational competition among girls. The research shows how power struggles of girls can have serious consequences and how inefficient the schools are in dealing with the problem and suggests that girls need better training in conflict resolution skills in schools.

Samþykkt: 
  • 11.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Samskiptaárásargirni_lokaskil_sept2010.pdf556.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna