is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/693

Titill: 
  • Áhrif mismunandi efniviðar á leik hjá ungum börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hafa verið opnaðir leikskólar víða um land sem eru kenndir við
    Hjallastefnuna. Þessir leikskólar bjóða börnum einungis upp á ómótaðan efnivið.
    Ómótaður efniviður eru leikföng sem eiga sér ekki eftirlíkingar í veruleikanum og er
    hlutverk þeirra opið og meðferð frjáls. Dæmi um ómótaðan efnivið eru leir, vatn og
    trékubbar. Mótaður efniviður eru mun þróaðari leikföng sem eru litlar eftirlíkingar af
    raunverulegum hlutum sem hafa hefðbundna virkni. Dæmi um mótaðan efnivið eru
    dúkkur, læknadót og Matchbox bílar. Hjallastefnan notast við ómótaðan efnivið til
    þess að leyfa börnunum að skapa þann veruleika sem þau sjálf kjósa og er þar með
    reynt að ýta undir ímyndunarleik þeirra. Það varð því tilefni þessarar rannsóknar að
    skoða hvort mismunandi efniviður hefði áhrif á fjölda leikathafna í ímyndunar- og
    hlutverkaleik. Rannsóknarspurningarnar voru tvær: Að athuga hvort það væri munur á
    fjölda leikathafna ungra barna í ímyndunar- og hlutverkaleik eftir því hvort þau eru
    með mótaðan eða ómótaðan efnivið. Spurning tvö: Ef munur kemur fram, eru fleiri
    leikathafnir í ímyndunar- og hlutverkaleik þegar notaður er ómótaður efniviður? Auk
    þess var tilgangur rannsóknarinnar að athuga áreiðanleika mælitækis, sem var þróað
    var af Kristínu Guðmundsdóttur, til þess að mæla og skrá leikhegðun barna. Farið var
    inn á leikskóla sem starfar undir merkjum Hjallastefnunnar og voru þrjú börn rúmlega
    þriggja ára gömul börn mynduð við leik í hefðbundinni leikstund þar sem þau léku sér
    með ómótaðan efnivið í fimm skipti. Síðan voru börnin mynduð í önnur fimm skipti
    við sömu aðstæður nema með mótaðan efnivið. Niðurstöður leiddu í ljós að munur var
    á fjölda leikathafna hjá börnum í ímyndunar- og hlutverkaleik eftir því hvort þau voru
    með ómótaðann eða mótaðan efnivið. Fjöldi leikathafna var hærri í ímyndunar- og
    hlutverkaleik þegar börnin léku sér með ómótaðan efnivið. Munurinn var þó ekki
    mikill og því verður að taka niðurstöðunum með fyrirvara. Niðurstöður
    rannsóknarinnar gefa til kynna að ómótaður efniviður auki fjölda leikathafna í
    ímyndunar- og hlutverkaleik.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK0276_HBH-KBT_2007_ahrif_mismunandi_efnividar.pdf1.12 MBOpinnÁhrif mism - heildPDFSkoða/Opna
LOK0276_HBH-KBT_2007_Efnisyfirlit.pdf31.57 kBOpinnÁhrif mism - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
LOK0276_HBH-KBT_2007_Heimildir.pdf17.46 kBOpinnÁhrif mism - heimildirPDFSkoða/Opna
LOK0276_HBH-KBT_2007_utdrAttur.pdf20.62 kBOpinnÁhrif mism - útdrátturPDFSkoða/Opna