ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/695

Titill

Elska skalt þú náungann : áhrif trúarlegrar auðlegðar á vímuefnaneyslu íslenskra ungmenna

Útdráttur

Áhugi fræðimanna á trú hefur aukist í gegnum tíðina og hafa tengsl hennar við félagslega
auðlegð verið mikið skoðuð. Þar sem trúarleg auðlegð er eitt form félagslegrar auðlegar, sem
einstaklingar fá m.a. í gegnum kirkjuástundun, var markmið rannsóknarinnar að skoða hvaða
áhrif trúarleg auðlegð hefði á vímuefnaneyslu íslenskra unglinga. Trú var skoðuð sem trúarleg
auðlegð og var henni skipt niður í trúarlega félagsmótun og trúarlega hegðun. Unnið var úr
gögnum sem fengin voru úr ESPAD rannsókninni frá árinu 2003. Þátttakendur voru
nemendur í níunda og tíunda bekk grunnskólum á Íslandi. Alls voru 3.543 þátttakendur, fjöldi
stelpna var 1.678 og strákar 1.836. Þrjár tilgátur voru settar fram. Tilgáta eitt var að stúlkur
væru trúaðri en strákar. Tilgáta tvö var sú að stúlkur hefðu meiri trúarlega auðlegð en strákar
og þriðja tilgátan var sú að stúlkur neyttu minni vímuefna en strákar. Niðurstöður studdu
tilgátu eitt, tvö og að hluta til þrjú. En í ljós kom að kyn hefði ekki áhrif á reykingar og
hassneyslu en stúlkur virtust drekka minna en strákar. Þegar skoðuð voru áhrif trúarlegrar
auðlegðar á vímuefnaneyslu unglinganna kom í ljós marktækur munur. Þeir sem voru með
litla trúarlega auðlegð neyttu marktækt meiri vímuefna en þeir sem mældust með háa
félagslega auðlegð.

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf109KBOpinn Elska skalt - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildir.pdf122KBOpinn Elska skalt - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Ritgerðin.pdf348KBOpinn Elska skalt - heild PDF Skoða/Opna
Viðaukar.pdf211KBOpinn Elska skalt - viðaukar PDF Skoða/Opna
Útdráttur.pdf82,4KBOpinn Elska skalt - útdráttur PDF Skoða/Opna