is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6951

Titill: 
  • Fljótlegt og framandi : uppskriftir fyrir unglinga og annað áhugafólk um matreiðslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni okkar til B.Ed. prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands haustið 2010 samanstendur af uppskriftabók og greinargerð. Uppskriftabókin er hugsuð sem námsefni fyrir heimilisfræði, þá sérstaklega með valhópa í huga en einnig fyrir áhugafólk um matreiðslu á öllum aldri.
    Í vettvangsnámi okkar sáum við að brýn þörf var á fjölbreyttara námsefni fyrir unglinga, þar eð kennsluefnið sem til er fyrir þennan hóp er af skornum skammti.
    Hugmyndin að því að gera matreiðslubók kviknaði þegar við vorum að vinna verkefni um þjóðrétti Norðurlanda. Þar söfnuðum við saman upplýsingum um land og þjóð ásamt því að setja saman uppskriftir sem einkenndu þær þjóðir sem við unnum með. Okkur fannst þessi hugmynd áhugaverð og langaði að þróa hana frekar.
    Við viljum þakka öllum þeim sem studdu við bakið á okkur við gerð þessa lokaverkefnis, þó sérstaklega leiðbeinandanum okkar Ragnheiði Júníusdóttur, sem hafði trú á verkefninu frá byrjun og hvatti okkur áfram með ábendingum og góðum ráðum.

Samþykkt: 
  • 23.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinagerd_ingadora_og_gyda.pdf169.09 kBLokaðurGreinargerðPDF
Uppskriftabók- lokaverkefni.pdf8.5 MBLokaðurkennsluefni fyrir unglingastigPDF