is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6959

Titill: 
  • Áhrif vatnsútdrátta af horblöðku og vallhumli á þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro
  • Titill er á ensku Effects of aqueous extracts from bogbean and yarrow on human dendritic cells and their ability to activate allogeneic CD4+ T cells in vitro
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Áhrif vatnsútdrátta af horblöðku og vallhumli á þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro
    Plönturnar horblaðka, blágresi, mjaðjurt og vallhumall hafa verið notaðar í alþýðulækningum í aldaraðir og taldar hafa góð áhrif á ýmsa bólgusjúkdóma, s.s. gigt. Nokkur efnasambönd hafa verið einangruð úr þessum plöntum en aðeins fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif þeirra á ónæmiskerfið og engar upplýsingar eru til um áhrif þessara plantna á angafrumur. Angafrumur eru öflugustu sýnifrumur ónæmiskerfisins og eru mikilvægur hlekkur á milli ósérhæfða og sérhæfða ónæmiskerfisins. Hlutverk þeirra er að taka upp vaka og sýna óreyndum T frumum sem ræsast og bregðast við með sérhæfðu ónæmissvari.
    Markmið verkefnisins var að kanna hvort etanól- eða vatnsútdrættir af plöntum sem notaðar hafa verið í alþýðulækningum við gigt hefðu áhrif á þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro.
    Útdrættirnir voru útbúnir með því að setja þurrkaðar plöntur í etanól eða heitt vatn. Angafrumur voru sérhæfðar úr einkjörnungum úr mönnum og síðan þroskaðaðar með eða án útdrátta af horblöðku, blágresi, mjaðjurt eða vallhumli. Áhrif útdráttanna á þroska angafrumnanna voru metin með að því að mæla seytingu þeirra á boðefnunum IL-6, IL-10, IL-12p40 og IL-23 með ELISA aðferð og tjáningu yfirborðsameindanna CD14, CD86, CCR7, DC-SIGN og HLA-DR með frumuflæðisjá. Þar að auki voru angafrumur þroskaðar með vatnsútdráttum af vallhumli eða horblöðku samræktaðar með ósamgena CD4+ T frumum. Könnuð voru áhrif þeirra á ræsingu T fruma með því að mæla tjáningu þeirra á CD4, CD25 og ICAM-1 með fumuflæðisjá, seytingu IL-4, IL-10, IL-17 og IFN-γ með ELISA aðferð og frumufjölgun með innlimun þrívetna týmidíns.
    Angafrumur þroskaðar með vatnsútdrætti af vallhumli seyttu minna af IL-12p40 og meira af IL-10 samanborið við angafrumur ræktaðar án útdráttar og hjá angafrumum sem voru þroskaðar með vatnsútdrætti af horblöðku var tilhneiging til minni seytingar á IL-12p40 samanborið við angafrumur þroskaðar án útdráttar. Angafrumur þroskaðar í návist þessara beggja vatnsútdrátta sýndu lækkun á IL-12p40/IL-10 boðefnahlutfalli. Angafrumur þroskaðar með vatnsútdráttum af horblöðku eða vallhumli höfðu engin áhrif á seytingu IL-6 og IL-23. Ósamgena CD4+ T frumur sem voru samræktaðar með angafrumum þroskuðum með vatnsútdrætti af horblöðku seyttu minna af IFN-γ og IL-17 í samanburði við CD4+ T frumur samræktaðar með angafrumum sem voru þroskaðar án útdráttar. Angafrumur þroskaðar í návist vatnsútdráttar af vallhumli höfðu sömu áhrif á IL-17 seytingu en engin áhrif á IFN-γ seytingu ósamgena CD4+ T frumna eftir samræktun. Etanólútdrættir af öllum plöntunum og vatnsútdrættir af blágresi og mjaðjurt höfðu engin áhrif á þroska angafrumnanna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að vatnsútdrættir af horblöðku og vallhumli leiði til ónæmisdempandi svipgerðar hjá angafrumum sem dregur úr getu þeirra til að ræsa Th17 frumusvar hjá ósamgena CD4+ T frumum og einnig minnkar útdráttur af horblöðku getu angafrumna til að ræsa Th1 frumusvar. Þessar niðurstöður sýna að vatnsútdrættir af horblöðku og vallhumli innihalda efni sem geta hugsanleg dregið úr sjálfsofnæmissjúkdómum þar sem Th1 og/eða Th17 frumur eru ráðandi með því að hafa áhrif á angafrumur og samspil þeirra við CD4+ T frumur. Því er mikilvægt að einangra lífvirka efnið/efnin í vatnsútdráttum af horblöðku og vallhumli með lífvirknileiddri einangrun og skoða áhrif þess nánar in vivo, t.d. á liðagigt í rottum.

Styrktaraðili: 
  • The Icelandic Research Fund, the Icelandic Graduate Research Fund,
    the Landspitali University Hospital Research Fund and the Memorial Fund of Bergþóra Magnúsdóttir and Jakob Bjarnason.
Samþykkt: 
  • 25.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_GudbjorgJ.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna