is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6960

Titill: 
  • Stuðningur við kennara
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um stuðning við kennara í skóla án aðgreiningar. Ritgerðin byggir á niðurstöðum rannsóknar sem var unnin á árunum 2008-2010. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvers konar stuðning kennarar í almennum grunnskóla þyrftu til þess að kenna fjölbreyttum hópi nemenda. Rannsóknin byggðist bæði á megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum.
    Í eigindlega hlutanum fór gagnaöflun fram með viðtölum. Rætt var við sérfræðinga og kennara í almenna skólakerfinu og fengnar upplýsingar um innra skólastarfið, afstöðu þeirra gagnvart sérfræðiaðstoð og fagmennsku kennara. Í megindlega hlutanum var spurningakönnun lögð fyrir kennara í þremur grunnskólum á Íslandi þar sem spurt var um hvert kennarar leituðu eftir stuðningi og hvaða stuðningur væri í boði. Kannað var hvort þeir nemendur sem væru með sérþarfir í bekkjum eða kennsluhópum kennara fengju þann stuðning sem þeir þyrftu. Einnig var athugað hvaða stuðningsúrræði vantaði að mati kennara og hvað ylli þeim mestum áhyggjum í starfi. Þá voru fengnar upplýsingar um afstöðu þátttakenda gagnvart sérfræðiaðstoð og vinnubrögðum og fagmennsku kennara. Jafnframt var spurt um gildi hugarfars starfsmanna gagnvart hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar. Þá var leitað eftir sjónarmiðum þátttakenda um starfsþróun kennara og skipulag kennsluhátta. Að lokum var spurt um skilgreiningar þátttakenda á hugtakinu skóli án aðgreiningar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að í skóla án aðgreiningar séu gerðar miklar kröfur til kennara um árangursríka kennslu en að sama skapi fá þeir ekki nægan stuðning meðal annars vegna fjárskorts en einnig vegna slaks aðgengis að námsefni. Kennarar biðja um aðstoð sérfræðinga en nýta sér ekki þann stuðning nægjanlega að mati sérfræðinganna. Sérfræðingarnir vilja gjarnan koma meira inn í skólana en hafa ekki lögsögu þar inni. Skólastefnan er mannúðleg og réttlát en framkvæmdin er ekki alltaf auðveld eða framkvæmanleg. Hugarfar skólamanna skiptir meginmáli til þess að stefnan nái fram að ganga.

Samþykkt: 
  • 25.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alberta_Lokaritgerð 6.okt. 2010.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna