is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6972

Titill: 
  • Sæmdarmorð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er gerð grein fyrir hugtakinu sæmdarmorð og þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki þessari sérstöku tegund afbrota. Fyrst er litið til þeirra ríkja þar sem flest sæmdarmorð eru talin eiga sér stað. Jafnframt er fjallað um sæmdarmorð innan ríkja Vestur-Evrópu. Gerð er grein fyrir viðhorfum ákveðinna hópa og varpað ljósi á þá staðreynd að sæmdarmorð eru ekki trúarlegs eðlis heldur menningarlegs; afleiðing siða og venja í viðkomandi samfélagi.
    Fjallað er um skilgreiningu sæmdarmorða innan alþjóðasamfélagsins en hugtakið hefur hvorki verið skilgreint sérstaklega í sáttmálum Sameinuðu þjóðanna né Evrópuráðsins. Fjallað er um hugtökin heiður og sæmd og merkingu þeirra. Í þeim málum sem farið hafa fyrir dómstóla í Vestur-Evrópu virðast gerendur bera fyrir sig að þeir hafi framið morðin í því skyni að bjarga heiðri og sæmd fjölskyldunnar. Þá er gerð sérstök grein fyrir þeirri hegðun sem hefur leitt til þess að sæmdarmorð eru framin.
    Ritgerðin varpar ljósi á þessi afbrot sem oft á tíðum eru mjög hrottaleg. Í því tilliti er fjallað um alþjóðlegar skuldbindingar Evrópuríkjanna varðandi sæmdarmorð og litið sérstaklega til gerninga Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Í þeim kemur fram að ríkjum Evrópu ber að meðhöndla sæmdarmorð sem alvarleg afbrot og áhersla lögð á mikilvægi þess að málum af þessu tagi sé beint í réttan farveg innan réttarkerfisins.
    Þar sem sæmdarmorðum fer fjölgandi í ríkjum Vestur-Evrópu þá er hugsanlegt að þau gætu komið til kasta íslenskra dómstóla. Því verða tekin dæmi úr norrænni dómaframkvæmd sem gefa vísbendingar um þau refsilagaákvæði íslenska refsiréttarins sem gætu komið til álita ef ákært yrði fyrir sæmdarmorð hér á landi. Sæmdarmorð samkvæmt íslenskum refsirétti myndu falla undir ákvæði 211. gr. hgl. og reglur laganna um refsiheimildir, hlutdeild og samverknað myndu koma til álita.

Samþykkt: 
  • 30.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6972


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elsa-Run-Gisladottir_ML-2010.pdf808.01 kBLokaðurHeildartextiPDF