is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6976

Titill: 
  • Einangrun og greining á himnuflekum úr innri hluta þekjufrumna í þörmum Atlantshafsþorsks
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Himnuflekar eru lítil, misleit, steról- og sphingólípíð rík svæði sem gegna mikilvægum hlutverkum í ýmsum frumuferlum. Vegna mikilvægi þeirra hefur áhugi á himnuflekum aukist á undanförnum árum og kenningin um tilvist þeirra fengið meiri meðbyr. Rannsóknir á himnuflekum úr innri hluta þarmaþekjufrumna úr kaldsjávar-geislauggum svo sem þorski hafa ekki verið framkvæmdar áður, svo framarlega sem við vitum. Markmið verkefnisins var að einangra og skoða samsetningu slíkra himnufleka úr Atlantshafsþorski. Ætlunin var að staðfesta tilvist þeirra og athuga hvort þeir sýni sömu einkenni og himnuflekar annarra lífvera.
    Í upphafi verkefnisins var fundin aðferð til að einangra innri himnu þekjufrumna. Með breytingum sem gerðar voru á áður birti aðferð reyndist mögulegt að einangra þennan frumuhluta með lítilli mengun frá öðrum frumulíffærum. Himnuflekar voru síðan einangraðir úr frumuhimnunni og lípíðsamsetning þeirra miðað við heildarhimnuna skoðuð. Himnuflekarnir reyndust kólesteról og sphingólípíð ríkir, en það er í samræmi við það sem áður hefur verið birt um himnufleka. Lípíðsamsetning þeirra reyndist þó óvenjuleg að því leyti að magn af mettuðum fitusýrum var ekki meira en í heildarhimnunni. Greining á próteinsamsetningu himnufleka og heildarhimnunnar var hafin í þessu verkefni, en fjögur keypt mótefni af þeim sem prófuð voru reyndust álitleg til að auðkenna prótein í þorski. Einnig var einangrun á Na,K-ATPasa komin vel af stað.
    Í þessu verkefni voru himnuflekar í fyrsta skipti einangraðir úr innri himnu þekjufrumna í þörmum Atlantshafsþorsk og tilvist þeirra þar staðfest.

  • Útdráttur er á ensku

    Lipid rafts have been defined as small, heterogeneous, sterol- and sphingolipid enriched domains that have special roles in many cellular processes. Research over the past two decades has given strong support for the existence of lipid rafts in various cell types in different organisms. However, to the best of our knowledge, no studies have yet been performed on lipid rafts from the intestinal basolateral membrane (BLM) of ray-finned fishes. Our aim was to isolate and characterize lipid rafts from the BLM of Atlantic cod intestinal enterocytes to confirm their existence and determine if they showed similarity to lipids rafts from other species.
    Initially, we needed to isolate BLM, and by improving previously described method we were able to isolate BLM with low contamination from other membrane bound cell organelles. Lipid rafts were then isolated from BLM and we compared their lipid composition to that of total membrane. Lipid rafts from cod showed similar characteristics to lipid rafts isolated from other species. Namely, high cholesterol/protein ratio and high sphingolipid content. However, similar amounts of saturated fatty acids in lipid rafts and the total membrane was unexpected. In this project, we have begun to look into protein content of the lipid rafts and the total membrane. We tested several commercial antibodies, and found four of them recognised the protein in cod membranes and can be used for further studies. We also succeeded in partially isolating cod Na,K-ATPase.
    Here, we have for the first time isolated lipid rafts from intestinal basolateral membrane of ray-finned fishes (Atlantic cod) and confirmed their existence.

Samþykkt: 
  • 30.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ek-mastersritgerd.pdf3.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna