is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6984

Titill: 
  • Skattlagning lífeyris á milli ríkja og framkvæmd hennar á Íslandi
  • Titill er á ensku Cross-border taxation of pension with regards to Icelandic tax law
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er skrifuð með það að markmiði að gera grein fyrir og skýra þær reglur sem gilda á alþjóðavettvangi um skattlagningu lífeyrisgreiðslna, ásamt því að fjalla um þau vandamál sem geta skapast þegar slíkar greiðslur eru greiddar yfir landamæri. Í upphafi er gert grein fyrir þeim meginreglum sem ríki byggja rétt sinn til skattlagningar á, fjallað er um þrjár stoðir lífeyriskerfisins og almennt um skattlagningu lífeyristekna. Í kjölfarið er fjallað um tvísköttun og tvísköttunarsamninga. Samningsfyrirmynd OECD er gerð skil og hvernig hún tekur til skattlagningar lífeyristekna. Sérstaklega er fjallað um skattaleg vandamál sem skapast þegar iðgjöld í lífeyrissjóði, fjárfestingar lífeyrissjóða og greiðsla lífeyris á sér stað á milli ríkja. Í framhaldinu er greint frá því hvernig leitast hefur verið við að leysa þessi vandamál innan Evrópska efnahagssvæðisins og með ákvæðum í tvísköttunarsamningum.
    Skattaleg meðferð iðgjalda, fjármagnstekna lífeyrissjóða og lífeyrisgreiðslna á Ísland er skoðuð og fjallað um hvernig slíkar greiðslur eru skattlagðar þegar þær eru greiddar til eða frá Íslandi. Ákvæði laga nr. 90/2003 um skattlagningu slíkra greiðslna eru gerð skil ásamt því að fjallað er um álitamál í tengslum við slíkar greiðslur sem hafa komið til úrlausnar yfirskattanefndar. Íslensk skattframkvæmd er í kjölfarið borin saman við skyldur íslenska ríkisins samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Sá samanburður sýnir að þær reglur sem gilda á Íslandi um skattlagningu slíkra greiðslna virðast, að talsverðu leyti, ganga á skjön við fordæmi Evrópudómstólsins. Í ritgerðinni er einnig fjallað um aðild Íslands að tvísköttunarsamningum og hvernig þeir taka á skattlagningu lífeyristekna. Dæmi um framkvæmd slíkra samninga sýnir að í vissum tilvikum er hætta á að lífeyristekjur sem greiddar eru til eða frá Íslandi verði fyrir tvísköttun eða tvíekkiskattlagningu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to identify and explain the rules governing the international taxation of pensions, as well as dealing with the problems that arise when such transactions are made cross-border. First, the principles of jurisdiction to tax are explained, followed by an overview of the three-pillar pension system and the general axation of pensions. Secondly, double taxation and tax treaties will be covered. The OECD Model Tax Convention on Income and Capital will be discussed in respect of the tax treatment of cross-border pension payments. Problems arising when pension contributions, investments of pensions and pension payments are made cross-border are specifically dealt with. Furthermore, there will be a discussion on how these issues have been partially resolved within the European economic area and by treaty provisions.
    Icelandic taxation of pension contributions, pension fund’s investment income and pension payments will be covered and how such payments are taxed in Iceland when they are made cross-border. The provisions of the Icelandic statute on income tax no. 90/2003 will be explained as well as an overview of rulings, made by yfirskattanefnd, on matters concerning the taxation of cross-border pension payments. Icelandic practice on the taxation of cross-border pension payments will be compared to Iceland’s obligations under the EEA- agreement. The comparison will show that the Icelandic rules on the taxation of cross-border pension payments do not appear to comply with the rules set forth by the European Court of Justice. This thesis also discusses Iceland’s involvement in tax treaties and how such treaties, contracted by Iceland, deal with the taxation of pension payments. An example of how such contracts work, will show that there is a possible risk of double taxation or double non-taxation of pension payments, paid to or from Iceland.

Samþykkt: 
  • 1.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnus-Fannar-Sigurhansson_ML-2010.pdf539.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna