is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6985

Titill: 
  • Geta skuggastjórnendur borið ábyrgð samkvæmt íslenskum rétti?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um ábyrgð stjórnenda hlutafélaga og mögulega ábyrgð skuggastjórnenda samkvæmt íslenskum rétti.
    Í fyrri hlutanum er fjallað um stjórnun hlutafélaga og almenn sjónarmið um stjórnun þeirra. Gerð er grein fyrir skyldum kjörinna stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og hluthafa hlutafélaga. Skoðuð eru skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð vegna vanrækslu á skyldum og ákvörðunum til að hafa uppi skaðabótakröfu. Hinum almennu skaðabótareglum eru stuttlega gerð skil, auk sjónarmiða um sönnunarbyrði.
    Í seinni hlutanum er fjallað um skilgreiningu og sérkenni á hugtakinu skuggastjórnendur. Leitast er við að skoðað aðstæður, hegðun og skilyrði sem þurfa að vera til staðar til að aðili geti fallið undir hugtakið. Gerð er grein fyrir hugsanlegum skuggastjórnendum og tilvist þeirra. Samanburður er gerður á breskum, dönskum og íslenskum lögum varðandi skilgreiningu og túlkun á hugtakinu skuggastjórnandi.
    Í ritgerðinni er aðallega stuðst við fræðibækur og greinar á sviði félagaréttar. Einnig er stuðst við innlend og erlend hlutafélagalög og dómafordæmi.
    Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir hugtakinu skuggastjórnandi og svara þeirri spurningu hvort skuggastjórnandi geti borið ábyrgð samkvæmt íslenskum rétti. Til að nálgast svarið er nauðsynlegt að skoða skyldur og ábyrgð stjórnenda, í því skyni að kortleggja við hvaða aðstæður stjórnendur geti borið skaðabótaábyrgð. Einnig eru skilgreindar aðstæður og skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að aðili falli undir hugtakið skuggastjórnandi.
    Helstu niðurstöður eru að skuggastjórnendur geta borið ábyrgð samkvæmt íslenskum rétti. Þrátt fyrir að dómafordæmi séu fá þá hafa dómstólar dregið þá til ábyrgðar sem taldir hafa verið hinir raunverulegu stjórnendur. Bótaábyrgð samkvæmt almennum skaðabótareglum leiðir til sömu niðurstöðu og samkvæmt skaðabótaákvæðum hlutafélagalaganna.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper discusses the responsibility of directors of limited liability companies and the possible responsibility of shadow directors according to Icelandic law.
    The first part of this paper discusses the management of limited liability companies and general views on their management. The duties of elected members of the board, managing directors and shareholders are described. An examination is made of the conditions for liability resulting from neglect of duties and decisions to lodge claims for damages. The general rules of tort are briefly described, as are views on burden of proof.
    The latter part of the paper contains a discussion on the definition and character of the term ‗shadow director‘. An effort is made to examine the circumstances, conduct and conditions that must be met in order for the term to apply to a person. A description is given of possible shadow directors and their existence. A comparison is made of British, Danish and Icelandic acts of law as regards the definition and interpretation of the term shadow director.
    The paper is based for the most part on specialist books and articles in the field of company law. It is also based on Icelandic and foreign companies legislation and legal precedents.
    The goal of the paper is to describe the term ‗shadow director‘ and respond to the question of whether a shadow director can be held liable according to Icelandic law. In order to approach an answer, it is necessary to examine the duties and responsibilities of directors for the purpose of mapping out the circumstances in which directors can be held liable. Moreover, the circumstances and conditions that must be met in order for a person to be classified as a shadow director are defined.
    The principal conclusion reached is that shadow directors can be held liable according to Icelandic laws. Although there are few legal precedents, the courts have held persons who are believed to be the real directors liable. Liability according to the general rules of tort leads to the same conclusion as according to the liability provisions of corporate legislation.

Samþykkt: 
  • 1.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olafur-G-Magnusson_BA-2010.pdf384.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna