ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6993

Titill

Ímynd tryggingafélaga á Íslandi

Útdráttur

Ritgerð þessi fjallar um ímynd tryggingafélaga á Íslandi. Rannsakandanum er ekki kunnugt um að rannsóknir hafi verið gerðar á ímynd tryggingafélaga á Íslandi, fyrir utan mælingar Íslensku ánægjuvogarinnar.
Núverandi efnahagsástand er án fordæma í sögu lands og þjóðar. Megin markmið rannsóknarinnar er að reyna að bregða ljósi á hvort núverandi aðstæður hafi haft áhrif á ímynd stærstu tryggingafélaganna á markaðinum, og þá einkum í ljósi þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem hefur verið um eignarhald stærstu tryggingafélaganna.
Rannsóknarspurningin sem sett er fram:
Tengjast tryggingafélög sem fjallað hefur verið mikið um í fjölmiðlum vegna eignarhalds þeirra, spillingu í hugum neytenda?
Rannsakandinn notaðist við megindlega aðferðafræði. Fimmtán staðhæfingar neikvæðar og jákvæðar voru settar fram til að meta ímynd tryggingafélaga í hugum þátttakenda.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á vörukorti. Aðeins eitt af þeim fjórum tryggingafélögum sem rannsökuð voru tengist sterkt spillingu í hugum þátttakenda. Niðurstöðurnar benda til þess að tryggingarfélögunum hafi ekki farist sérstaklega vel úr hendi að staðfæra sig í hugum neytenda, fyrir utan eitt. Þá benda niðurstöður einnig til þess að þrátt fyrir neikvæða umfjöllun um tryggingafélög séu aðeins 16% þátttakenda líklegir eða mjög líklegir til þess að skipta um tryggingafélög á næstu mánuðum.

Samþykkt
6.12.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsíða.pdf21,5KBOpinn Titilsíða PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf17,1KBOpinn  PDF Skoða/Opna
Lokaverkefni.pdf372KBOpinn  PDF Skoða/Opna
Viðauki1.pdf42,8KBOpinn  PDF Skoða/Opna
spurningalisti2.pdf238KBOpinn  PDF Skoða/Opna