is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6995

Titill: 
  • Sögukennsla og söguviðhorf : um þjóðernisleg viðhorf og fræðilegan samanburð í sögukennslu í framhaldsskólum, almennum viðhorfum og opinberri orðræðu
  • Titill er á ensku Teaching and viewing history : on nationalist sentiments and scholarly debate in Icelandic history teaching, public opinion and official discourse
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Síðan um miðjan 8. áratug síðustu aldar hafa sagnfræðingar og aðrir fræðimenn að verulegu leyti reynt að vekja máls á nýjum aðferðum og sjónarmiðum við að rannsaka sögu Íslands. Leitast hefur verið við að hverfa frá þeim sið að miða flesta sögulega atburði við baráttu Íslendinga fyrir auknu sjálfstæði. Með þessari rannsókn er athugað hvort og að hve miklu leyti sögukennsla í framhaldsskólum, almenn viðhorf og opinber orðræða tekur mið af nýlegum niðurstöðum fræðimanna um sögulega þróun og orsakasamhengi Íslandssögunnar og enn fremur hvort þjóðernislegra viðhorfa gætir gagnvart henni.
    Búinn var til mælikvarði á þjóðernisleg viðhorf sem tók til ýmissa þátta og var hann notaður til að greina slík viðhorf í þeim sögukennslubókum sem notaðar hafa verið helst í framhaldsskólum u.þ.b. síðustu 35 ár. Enn fremur var mælikvarðinn notaður til að greina þjóðernisleg viðhorf hjá sögukennurum, í söguskoðun almennings og í opinberri orðræðu. Mælikvarðinn samanstendur af eftirfarandi þáttum: hvort hugtakið „við og hinir“ sé notað; hvort sjálfstæðisbaráttan sé rakin til íslenskra miðalda og talin gamalgróin hugmynd; hversu mikið rúm umfjöllun um sjálfstæðisbaráttuna fær hlutfallslega; notkun á gildishlöðnum hugtökum eða orðasamböndum; að hve miklu leyti sögulegir atburðir eru skoðaðir út frá baráttu fyrir sjálfstæði; og að hve miklu leyti saga Íslands er skoðuð í samhengi við sögu umheimsins.
    Á þennan hátt er hægt að greina einstaka kennslubækur, sögukennara almennt, almenningsálit og opinbera orðræðu bera saman við mælikvarðann og staðsetja á skalanum 0-6 þar sem 0 merkir að engra þjóðernislegra viðhorfa gætir og 6 að verulegra þjóðernislegra viðhorfa gætir í öllum þáttum.
    Helstu niðurstöður sýna fram á að sögukennsla í íslenskum framhaldsskólum virðist almennt séð ekki talin bera vott um sterk þjóðernisleg viðhorf. Aftur á móti koma slík viðhorf greinilega fram bæði í opinberri orðræðu stjórnmálamanna og almennum viðhorfum landsmanna. Enn fremur ber lítið á áhrifum nýjustu rannsókna sagnfræðinga og annarra fræðimanna þegar kemur að efnistökum kennslubóka og nálgunum kennara nema að afmörkuðu leyti. Íslensk sögukennsla virðist föst í ákveðnum farvegi hinnar „réttu“ sögu þjóðarinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    Since the 1970s the so-called Icelandic history revision has tried to break away from the traditional way of understanding and interpreting Iceland‘s past. That is, its aim has been to cast aside the implied baggage of Iceland‘s struggle for independence in the 19th and early 20th centuries on historical thinking and to involve different methods and themes in historical research. The main purpose of this study is to compare the conclusions of Icelandic historians and scholars in the last decades to history teaching in Icelandic secondary education and to evaluate whether nationalist sentiments and/or canonization can be found in secondary-level Icelandic history teaching. Furthermore, recent historical research is compared to public and official discourse in Iceland.
    The methods used were first to evaluate textbooks according to a scale of nationalist sentiments. The factors included were: „us vs. them“ mentality; the notion that the struggle for independence dated back to the late middle ages; how much space or time the struggle for independence or events associated with it was allocated; the use of subjective concepts or words; to what extent historical events and persons were viewed in association with the struggle for independence; and to what extent Icelandic history was examined in isolation from the outside world. Next history teachers were interviewed and their answers compared to the aforementioned scale. Furthermore, the teachers‘ answers and the textbooks were also compared to the conclusions of historians and scholars.
    By this means an index on the scale 0-6 can be constructed and each subject (textbooks, teachers, public opinion and official discourse) assigned a number based on evaluations. Four textbooks were chosen and were evaluated separately while teachers were grouped together in order to retain anonymosity. Public opinion was perceived by using a report published in early 2008 which used focus groups to assert the characteristics of the Icelandic nation, including how history plays a part in its identity. Official discourse was examined by two separate means. First, discourse in congress (Alþingi) on Iceland‘s possible and probable cooperation with and participation in European institutions (like the EFTA, the EEA and the EU) is evaluated according to the scale of nationalist sentiments, and second, speeches held by ministers in the last decade or so are also reviewed and evaluated according to the scale.

Samþykkt: 
  • 7.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sogukennsla_soguvidhorf_efnisyfirlit.pdf23.96 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
sogukennsla_soguvidhorf_heimildaskra.pdf32.25 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
sogukennsla_soguvidhorf_heildartexti.pdf520.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Efnisyfirlit og heimildaskrá eru aðgengileg. Hægt er að prenta út heildartextann en ekki afrita texta úr honum.