is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/699

Titill: 
  • Hver er staðan í atvinnumálum fatlaðra á Vesturlandi? : rannsókn á atvinnumálum fatlaðra á Vesturlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni verkefnisins er að skoða atvinnumöguleika fatlaðra á Vesturlandi, en markhópurinn er fólk með þroskahömlun. Ritgerðin byggir annars vegar á fræðilegri umfjöllun um fötlunarfræði þar sem bæði er vitnað til sögulegrar þróunar og nýrra leiða til eflingar fatlaðra. Þá er einnig vitnað til rannsókna sem gerðar hafa verið og tengjast rannsóknarefni okkar. Hins vegar er fjallað um lífssögur tveggja karlmanna og reynt að varpa ljósi á stöðu í atvinnumálum fatlaðra á Vesturlandi.
    Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að auka þekkingu okkar á atvinnumöguleikum fyrir fatlaða á Vesturlandi og hvernig er fjallað um rétt þeirra til atvinnu, í mannréttindasáttmálum, lögum og reglugerðum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að það sé þörf á að uppfræða samfélagið á Vesturlandi um nýja hugmyndafræði um eðlilegt líf og fulla þátttöku í samfélaginu og rétt fatlaðra einstaklinga til atvinnu við hæfi eins og annarra þjóðfélagsþegna.

Samþykkt: 
  • 29.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf319.15 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna