ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7008

Titill

Byggða- og uppbyggingarstefna Evrópusambandsins : tækifæri íslenskra byggða?

Skilað
September 2010
Útdráttur

Viðfangsefni ritgerðarinnar er byggða- og uppbygginarstefna Evrópusambandsins. Markmið hennar er að varpa ljósi á stefnuna og meta óbeina kosti og galla hennar fyrir íslensk byggðamál. Skoðaðar eru þær séraðstæður sem Ísland getur beitt fyrir sig í aðildarviðræðum um byggðamál og líklegum samningsáherslum landsins í byggðamálum gerð skil. Leitað var til reynslu nágrannaþjóðanna Finnlands, Svíþjóðar og Írlands við mat og til rökstuðnings á rannsóknarspurningum ritgerðarinnar. Smáríkjakenningar og hugtakið svæðaauður þjóna loks mikilvægu hlutverki í túlkun á niðurstöðum og möguleikum Íslands innan byggðastefnunnar komi til aðildar landsins.
Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að byggða- og uppbyggingarstefna Evrópusambandsins á erindi við Ísland. Niðurstöður benda til þess að kostir byggðastefnunnar leynist fyrst og síðast í
þeirri nálgun og þeim lærdómi sem hún veitir svæðum í Evrópu. Ljóst þykir að héruð og sveitarstjórnir öðlast aukið hlutverk og svigrúm til sinna athafna með þátttöku í verkefnum styrktum af uppbyggingarsjóðum sambandsins. Í ljósi þess ástands sem ríkir í byggðamálum á Íslands og þeirrar sérstöðu sem landið mögulega nyti við upptöku byggðastefnu Evrópusambandsins sýnir ritgerðin að kostirnir yrðu fleiri en gallar hennar. Með hliðsjón af þeim smáríkjakenningum sem talað er um í ritgerðinni má gera ráð fyrir því að Ísland forgangsraði hagsmunum sínum í Evrópusambandinu. Byggðamál yrðu framarlega í forgangsröð landsins ef möguleg sérstaða landsins fæst viðurkennd í aðildarsamningi.

Samþykkt
9.12.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ma-verkefnid-tryggvi.pdf1,63MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna