is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7041

Titill: 
  • Vægi nefndarálita og umræðna á Alþingi í dómum Hæstaréttar og álitum umboðsmanns Alþingis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar leysa þarf úr lagalegum ágreiningi er nauðsynlegt að komast að niðurstöðu um merkingu þess lagaákvæðis sem deilt er um eða annarra réttarheimilda sem við eiga hverju sinni. Það er viðurkennt sjónarmið í íslenskum rétti að lita megi til atriða í lögskýringargögnum þegar leitast er við að afmarka inntak lagaákvæðis. Af íslenskri réttarframkvæmd virðist mega álykta sem svo að vægi lögskýringargagna kann að vera breytilegt eftir tegund þeirra. Ljóst er að greinargerðir með lagafrumvörpum er það lögskýringargagn sem mest er notað við túlkun lagaákvæða en meira vafamál er hvaða vægi nefndarálit og umræður á Alþingi hafa. Í þessari ritgerð verður varpað ljósi á hvert vægi nefndarálíta og umræðna á Alþingi sé við túlkun lagaákvæða.
    Uppbygging ritgerðarinnar er þannig að í kafla 2 verður fjallað almennt um túlkun lagaákvæða og gerð grein fyrir nokkrum lykilhugtökum sem rétt er að hafa í huga við lestur ritgerðarinnar. Í kafla 3 er gerð grein fyrir hugtakinu lögskýringargögn og reifuð helstu sjónarmið sem standa með og á móti notkun lögskýringargagna. Í kafla 4 verður fjallað um nefndarálit og umræður á Alþingi sem lögskýringargögn. Í kafla 5 verður vikið að dómum Hæstaréttar og álitum umboðsmanns Alþingis þar sem reynt hefur á beitingu nefndarálita og umræðna á Alþingi og leitast við að draga ályktanir af vægi þeirra í framkvæmd. Loks er í kafla 6 gerð grein fyrir niðurstöðum ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 15.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba ritgerd final.pdf274.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna