ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/705

Titill

Hetjuhugsjón þriggja kappa í Íslendingasögum : Atli í Otradal, Þorgeir Hávarsson og Gunnar á Hlíðarenda

Útdráttur

Í ritgerðinni er fjallað um þrjá kappa í Íslendingasögunum og hetjuhugsjón þeirra. Rætt er um Atla í Otradal í Hávarðar sögu Ísfirðings, Þorgeir Hávarsson í Fóstbræðra sögu og Gunnar á Hlíðarenda í Brennu-Njáls sögu. Varpað er ljósi á mannlýsingar þeirra í sögunum og þær bornar saman við hetjuhugsjónir miðalda. Í ritgerðinni er fjallað um hetjuhugakið og muninn á hetjum og andhetjum.
Kapparnir þrír eru allir dæmi um eftirminnilegar söguhetjur Íslendingasagna þótt ólíkir séu. Íslendingasögurnar geyma fjöldann allan af margslungnum og stórbrotnum persónum sem líða lesendum seint úr minni og henta því vel til bókmenntakennslu og verkefnavinnslu í grunnskólum. Í ritgerðinni er því haldið fram að mikilvægt sé að kynna þær fyrr fyrir nemendum, helst strax í 1. bekk, og bent á að fornsögurnar séu óþrjótandi uppspretta skemmtilegra verkefna. Þær henti vel til að ræða um grundvallarþætti og gildi á borð við baráttu góðs og ills, vináttu og siðferði.

Samþykkt
29.8.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heildarskjal.pdf315KBOpinn Heildarskjal PDF Skoða/Opna