ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Auðlindadeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7072

Titill

Öryggi faðernisfærslna í íslenska kúastofninum - mat með samanburði örtunglagreininga og skýrsluhaldsgagna

Skilað
Maí 2010
Útdráttur

Ræktunarstarf í íslenskri nautgriparækt felur meðal annars í sér að meta kynbótagildi gripa. Kynbótagildi er metið með BLUP-aðferðinni þar sem nýttar eru allar fáanlegar upplýsingar um hvern grip, s.s. eiginleika hans ásamt öllum upplýsingum um forfeður hans og afkvæmi. Mikilvægt er því að faðernisupplýsingar séu nákvæmar þar sem rangar ætternisfærslur leiða til skekkju í kynbótamati og geta þannig dregið úr framförum í ræktunarstarfinu.
Bændasamtök Íslands hafa nýlega hafið faðernisgreiningar með notkun örtungla á þeim nautum sem eru á nautastöð. Markmið þessa verkefnis var að nýta þessar greiningar til að meta tíðni rangra faðernisfærslna meðal nauta á nautastöð og bera niðurstöðurnar saman við tíðni rangra faðernisfærslna meðal stofnúrtaks. Einnig var erfðabreytileiki metinn hjá nautunum með algengum breytileikastuðlum og skyldleikaræktarstuðul þeirra reiknaður bæði út frá örtunglagreiningum og ætternisgögnum. Þar að auki var samræmi milli burðar- og fangfærslna í skýrsluhaldinu skoðað fyrir tvö aðskilin ár.

Samþykkt
20.12.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
B.S._ritg_GudnyH.pdf263KBOpinn  PDF Skoða/Opna