is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7109

Titill: 
  • Sjálfsvanræksla aldraðra. Frá sjónarhorni félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á þekkingu félagsráðgjafa á sjálfsvanrækslu aldraðra, einkennum og áhættuþáttum, ásamt því að leita svara við því hvernig best megi mæta þessum vanda með hagsmuni aldraðra að leiðarljósi. Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem tekin voru átta einstaklingsviðtöl við starfandi félagsráðgjafa sem höfðu haldgóða þekkingu á málefnum aldraðra.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hugtakið sjálfsvanræksla væri lítið notað í störfum margra þátttakenda og fáir því kunnugir. Allir höfðu þó skoðun á því hvað felst í sjálfsvanrækslu, ásamt því að hafa orðið vitni að slíkum málum. Einkenni hennar og áhættuþættir vöfðust fyrir mörgum og misjafnt var hversu mikla þekkingu þeir höfðu á þeim. Þátttakendur töldu sig lítið geta aðhafast í sjálfsvanrækslumálum, þar sem sjálfræði og sjálfsákvörðunarréttur einstaklinga væri svo sterkur. Þá bar þeim jafnframt saman um að réttur einstaklings væri að hafna aðstoð svo framarlega sem viðkomandi stafi ekki hætta af og/eða öðrum. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að mikilvægt sé að ræða við einstaklinga um ástæður synjunar þannig að afstaða þeirra til þjónustunnar kæmi í ljós. Vinnan þyrfti að fara fram í samráði við viðkomandi, þar sem rætt væri við hann á jafningjagrundvelli og virðing borin fyrir honum. Niðurstöður sýndu fram á mikilvægi þess að horfa á félagslegu og læknisfræðilegu þættina saman, þannig að heildstæðri nálgun yrði náð. Þannig þyrfti að hafa starfandi félagsráðgjafa á heilsugæslustöðvum, þar sem unnið yrði út frá heildarsýnni. Árangursríkt væri að benda einstaklingum á þau úrræði sem væri í boði og/eða veita upplýsingar.

Samþykkt: 
  • 21.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannveig S. Ragnarsdóttir - Sjálfsvanræksla aldraðra.pdf844.18 kBLokaðurHeildartextiPDF