is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7112

Titill: 
  • Áföll barna á aldrinum 13-18 ára. Viðbrögð skólakerfisins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar fjallar um áföll barna. Megindleg rannsókn var framkvæmd þar sem notast var við forprófaðan spurningalista sem unnin var af rannsakanda. Úrtak rannsóknarinnar samanstóð af nemendum, 18 ára og eldri, í Flensborgarskólanum og Iðnskólanum í Hafnarfirði. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort, eða hversu margir, nemendur í framhaldsskólum Hafnarfjarðar upplifðu áföll á aldrinum 13−18 ára. Einnig var haft að markmiði að kanna hvort nemendurnir hafi leitað sér aðstoðar eftir áfall og ef svo væri hvers konar þjónustu þeir hafi hlotið. Alls 260 nemendur tóku þátt í rannsókninni.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að næstum helmingur þátttakenda, eða alls 48%, varð fyrir einhvers konar áfalli á aldrinum 13−18 ára. Margir þeirra höfðu orðið fyrir fleiru en einu áfalli. Stærsti hluti áfalla var andlát, eða alls 29%. Sá hluti þátttakenda sem varð fyrir einhvers konar áfalli á umræddum aldri tilkynnti ekki starfsmönnum skólans í öllum tilvikum. Þá gefa niðurstöður rannsóknarinnar til kynna að aðstoð af hálfu skóla í kjölfar áfalls er ábótavant.
    Lykilorð: börn, áföll, viðbrögð áfalla og viðbrögð skólakerfisins við áföllum.

Samþykkt: 
  • 21.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skilaeintak_skemman.pdf2.39 MBLokaðurHeildartextiPDF