ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7117

Titill

Hreyfing og lífsgæði : er heilsu- og lífsgæðaprófið fullnægjandi til að meta heilsufarslegan árangur?

Leiðbeinandi
Skilað
Apríl 2010
Útdráttur

Starfsendurhæfing Austurlands aðstoðar einstaklinga sem misst hafa vinnu um skemmri eða lengri tíma t.d. vegna sjúkdóma, slysa, eða félagslegra aðstæðna, og endurhæfa til vinnu og/eða náms, auka lífsgæði og endurnýja starfsþrek. Markmiðið með þessari lokaritgerð er að skoða aðferðir íþróttafræðings við heilsueflingu innan Starfsendurhæfingar Austurlands (StarfA). Aðferðir sem hafa verið notaðar eru Heilsu- og lífsgæða prófið (HL) ásamt heilsumælingum sem eru: fitumæling, vigtun, ummálssmæling, BMI og athugun á blóðþrýstingi. Einnig hafa verið gerðar þol- , styrktar- og liðleikamælingar. Rannsókn minni er ætlað að svara spurningunni: Hvernig styður íþróttafræðingur við einstaklinga sem koma inn í StarfA ? Undirspurningar eru tvær: 1) Er heilsu- og lífsgæðaprófið fullnægjandi mælitæki til að meta heilsufarslegan árangur þátttakenda í yfir 18 mánaða endurhæfingu ? 2) Þarf að framkvæma aðrar heilsu- og líkamsmælingar til að meta árangur ? Bornar verða saman niðurstöður úr HL prófinu í byrjun endurhæfingar og í lok 18 mánaða tímabils. Einnig fitumæling, vigtun, ummálsmæling, BMI og athugun á blóðþrýstingi auk þol-, styrktar- og liðleikamælinga. Skoðuð verður fylgni milli þessara prófa. Telja má líklegt að heilsu-og lífsgæðaprófið sé hægt að nota eitt og sér til að meta árangur einstaklinga í endurhæfingu. Heilsu-og lífsgæðaprófið hefur verið notað í rannsóknum til að skoða hvernig manneskjan upplifir gæði lífsins og hvernig heilsan hefur áhrif á það. (1). Guðrún V. Valgeirsdóttir skoðaði holdafar, hreyfingu og heilsutengd lífsgæði eldri aldurshópa og var niðurstaðan sú að íhlutun hafði jákvæð áhrif á heilsutengd lífsgæði (2). Sonja Sif Jóhannsdóttir skoðaði heilsu sjómanna sem var íhlutunarrannsókn á hreyfingu og mataræði. Athyglisverðar jákvæðar breytingar komu einnig fram á heilsutengdum lífsgæðum hjá rannsóknarhópnum (3). Athyglisvert verður að sjá hvort jákvæðar breytingar munu koma fram í niðurstöðum hjá markhóp StarfA.

Samþykkt
21.12.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
AudurVala_ritgerð ... .pdf567KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna