is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7122

Titill: 
  • Titill er á ensku Participants expectations in vocational rehabilitation
  • Væntingar þátttakenda í starfsendurhæfingu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    This research investigated the effect of vocational rehabilitation on the expectations of participants at the Town of Hafnarfjordur's Vocational Rehabilitation Centre. The goal of the research was to increase knowledge and understanding of the effect of vocational rehabilitation on participants' expectations and to get the participants' views on the impact participation had on their expectations. The research methodology employed was qualitative. Partially standardized interviews were taken with seven individuals who had been at Hafnarfjordur's Vocational Rehabilitation Centre for about a year. A group interview with three individuals was also taken for the purpose of increasing the external validity of the research. The main findings of the research were as follows: Hafnarfjordur's Vocational Rehabilitation Centre had a positive effect on the participants' expectations. The participants' quality of life increased substantially during vocational rehabilitation. Among the factors helping participants during vocational rehabilitation was the variety of activities, enabling everyone to find something suiting their needs. Especially helpful to the participants was the academic curriculum and the degree of flexibility in the activities. The academic curriculum helped some to believe in their ability to study, and they are now pursuing further studies. Also, participants' expectations for vocational rehabilitation went hand-in-hand with what they took on after finishing the program. Most of those interviewed said they were very satisfied with the activities at Hafnarfjordur's Vocational Rehabilitation Centre and had greatly benefited from the vocational rehabilitation program. The interviewees' statements characteristically reflected their experience of coping with diverse tribulations like difficult illnesses and social isolation along with experiencing prejudice because of receiving disability compensation.

  • Þessi rannsókn fjallar um áhrif starfsendurhæfingar á væntingar þátttakenda í Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar. Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu og skilning á áhrifum starfsendurhæfingarinnar á væntingar þátttakenda og fá sýn þátttakenda á það hvaða áhrif þátttakan hafði á væntingar þeirra. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð. Tekin voru hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við sjö einstaklinga sem hafa verið í Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar í um það bil eitt ár. Einnig var tekið eitt hópviðtal við þrjá einstaklinga í því skyni að auka ytra réttmæti rannsóknarinnar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru: Að Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar hafði jákvæð áhrif á væntingar þátttakenda. Lífsgæði þátttakenda höfðu aukist verulega á starfsendurhæfingartímanum. Meðal þátta sem hjálpuðu þátttakendum í starfsendurhæfingunni var að starfsemin er fjölbreytt og þar af leiðandi finna allir eitthvað við sitt hæfi. Það sem sérstaklega hafi hjálpað þátttakendum var bóknám og að ákveðin sveigjanleiki var í starfseminni. Bóknámið hjálpaði sumum við að öðlast trú á getu sinni til náms og eru þeir í framhaldskólanámi í dag. Einnig fylgdust að þær væntingar sem þátttakendur höfðu fyrir starfsendurhæfinguna og það hvað þau tóku sér fyrir hendur að henni lokinni. Flestir viðmælendur lýstu mikilli ánægju með starfsemi Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar og höfðu mikinn ávinning af starfsendurhæfingunni. Frásagnir viðmælenda einkenndust af því að þeir höfðu glímt við margvíslega erfiðleika á borð við erfið veikindi, félagslega einangrun ásamt því að verða fyrir fordómum vegna þess að þeir væru öryrkjar.

Samþykkt: 
  • 22.12.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA Vaentingar.pdf978.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna