ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7126

Titill

Félagsleg einangrun og lífsgæði: Starfsendurhæfing Norðurland

Skilað
Desember 2010
Útdráttur

Rannsókn þessi byggir á fyrirliggjandi gögnum frá Starfsendurhæfingu Norðurlands. Markmið rannsóknarinnar eru að varpa ljósi á stöðu þátttakenda við upphaf og lok starfsendurhæfingar, kanna hvort dragi úr félagslegri einangrun á meðal þátttakenda og hvort lífsgæði þeirra hafi aukist eftir þátttöku í Starfsendurhæfingu Norðurlands. Starfsendurhæfing Norðurlands hóf starfsemi sína á Akureyri árið 2006 og hafa ASEBA-matslistar verið lagðir fyrir þátttakendur frá árinu 2006.
Rannsóknin var megindleg og voru þátttakendur 100, 19 karlar og 81 kona á aldrinum 18-51 árs. Meðaltími þátttakenda í starfsendurhæfingu var 11,8 mánuðir. Þátttakendur svöruðu ASEBA-listum við upphaf starfsendurhæfingar og svo aftur í lokin. Alls 79,2% þátttakenda höfðu lokið grunnskólanámi en enginn þátttakenda hafði lokið háskólaprófi. Hæsta menntun karla var styttra starfsnám í framhaldsskóla en hæsta menntun kvenna var háskólanám án lokaprófs. Alls 61% þátttakenda voru án atvinnu síðustu sex mánuði áður en starfsendurhæfing hófst. Helstu niðurstöður eru þær að dregið hafði úr félagslegri einangrun á meðal þátttakenda. Þeim leið betur og aðlöguðust betur í vinnu sem og í námi eftir starfsendurhæfingu. Það dró úr einkennum áfallastreitu og heildarerfiðleikar þátttakenda urðu minni. Á heildina litið, þá nutu konur og karla á öllum aldri meiri lífsgæða eftir þátttöku í Starfsendurhæfingu Norðurlands.

Samþykkt
22.12.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Þóra Ingimundardóttir.pdf2,74MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna