is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7140

Titill: 
  • Sjálfsmynd unglinga og tengsl hennar við sjálfsvígshegðun þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um tengsl milli sjálfsmyndar unglinga og sjálfsvígshegðunar þeirra. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferðafræði þar sem lagður var fyrir spurningalisti í þremur framhaldsskólum á Íslandi (n = 465). Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á sjálfsvígshegðun unglinga og sjálfsmynd þeirra svo hægt sé að greina og bregðast rétt við þegar unglingur er í sjálfsvígshættu. Markmið rannsóknarinnar var að bæta þekkingu fagmanna á sjálfsvígshegðun unglinga og þeim ástæðum sem geta legið þar að baki. Horft var til hvort jákvæð sjálfsmynd gæti verið verndandi þáttur þegar kæmi að sjálfsvígshegðun.
    Spurningalistinn sem lagður var fyrir þátttakendur rannsóknarinnar var í meginatriðum tvískiptur, annars vegar Rosenberg self-esteem scale, sem mældi sjálfsmynd þátttakendanna og hins vegar spurningar tengdar sjálfsvígshegðun þeirra. Notast var við þrjár mismunandi tölfræðiaðferðir til að reikna út hvort marktækt samband mætti finna milli sjálfsmyndar og sjálfsvígshegðunar.
    Helstu niðurstöður eru þær að rannsóknin sýndi fram á marktækt neikvætt samband milli sjálfsmyndar unglinga og sjálfsvígshegðunar þeirra, þar sem betri sjálfsmynd dregur úr líkum á sjálfsvígshegðun unglinganna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig fram á að rúm 30% þátttakenda hafa einhvern tíma upplifað að þá langi ekki að lifa, um 20% hafa hugleitt sjálfsvíg og rúmlega 5% þátttakenda hafa gert sjálfsvígstilraun. Þátttakendur í rannsókninni eru flestir með góða sjálfsmynd. Þó eru um 8,5% þeirra með slæma sjálfsmynd. Brottfall spurningakönnunarinnar var hátt svo erfitt er að yfirfæra niðurstöður rannsóknarinnar yfir á stærra þýði.

Samþykkt: 
  • 4.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjalfsmynd og sjalfsvigshegdun.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna