ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7145

Titill

Takmarkanir á frádráttarbærni vaxtagjalda í tengslum við magra eiginfjármögnun og skuldsettar yfirtökur félaga

Skilað
Janúar 2011
Útdráttur

Þessi ritgerð fjallar um takmörkun á frádráttarbærni vaxtagjalda í skattskilum mjög skuldugra félaga. Lögð er megináhersla á takmörkun á frádráttarbærni vaxtagjalda þegar félög eru með magra eiginfjármögnun og þau félög sem orðið hafa til við samruna í kjölfar skuldsettrar yfirtöku. Til að nálgast viðfangsefnið er annars vegar fjallað um hvort hin almenna skattasniðgönguregla 1. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003 sé nægjanlegur grundvöllur fyrir skattyfirvöld til þess að synja félögum um frádráttarbærni vaxtargjalda af lánum í skattskilum sínum. Hins vegar er tekið til skoðunar hvort nauðsynlegt sé að setja í skattalög ákvæði er kveður á um takmörkun á frádráttarbærni vaxtagjalda af lánum mjög skuldsettra félaga. Við nálgun á viðfangsefninu er í 1. kafla gerð grein fyrir hugtakinu mögur eiginfjármögnun og fjallað um öfugan samruna félags sem verður til í kjölfar skuldsettrar yfirtöku. Í 2. kafla er hugtakið félagasamstæða skilgreint og fjallað um fjármögnun félaga. Í 3. kafla er almenn umfjöllun um frádráttarbæran rekstrarkostnað með áherslu á umfjöllun um vexti og hvað teljist til vaxtagjalda samkvæmt tekjuskattslögum nr. 90/2003. Í 4. kafla er greint frá því hvernig skattlagningu á vaxta- og arðgreiðslum út úr landinu er háttað hér á landi og hvaða áhrif tvísköttunarsamningar hafa í því sambandi. Í 5. kafla er fjallað um skattasniðgöngu og forsögu hinnar almennu skattasniðgöngureglu 1. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003. Greint er frá þeim grundvallarsjónarmiðum sem liggja að baki reglunni með því að skoða dóma- og úrskurðaframkvæmd og skoða hvernig reglunni hefur verið beitt og dregnar af því ályktanir. Loks er fjallað um armslengdarreglu 9. gr. samningsfyrirmyndar OECD og skoðað hvernig henni hefur verið beitt í málum er lúta að takmörkun á frádráttarbærni vaxtagjalda. Í 6. kafla er umfjöllun um áhrif Evrópuréttarins á beina skatta. Fjallað er um EES-samninginn ásamt umfjöllum um bann við mismunun og takmörkun á stofnsetningarrétti 31. gr. EES-samningsins. Að lokum eru reifaðir helstu dómar Evrópudómstólsins er lúta að magri eiginfjármögnun og dregnar af þeim ályktanir. Í 7. kafla er gert grein fyrir því hvernig reglum um magra eiginfjármögnun og takmörkun á frádráttarbærni vaxtagjalda er háttað í öðrum vestrænum löndum og hver þróunin hefur verið í þeim efnum. Í 8. kafla eru svo dregnar saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar.

Samþykkt
4.1.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsíða.pdf50,4KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Takmarkanir á frád... .pdf698KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna