is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7155

Titill: 
  • Sönnun í skaðabótarétti
  • Titill er á ensku Evidentiary rules in tort cases
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um sönnunarreglur í skaðabótamálum, þegar fébótaábyrgðin grundvallast á sakarreglunni eða reglum um vinnuveitendaábyrgð. Í ritgerðinni er áhersla lögð á umfjöllun um dóma Hæstaréttar á árabilinu 2002 – 2010, að undanskildum dómum í opinberum málum.
    Sönnunarreglur í skaðabótamálum endurspegla ágætlega hið frjálsa sönnunarmat, sem dómurum er falið með 44. gr. laga um meðferð einkamála nr. 19/1991. Nokkrir þættir sönnunar eru sérstaklega mikilvægir og koma til umfjöllunar í ritgerðinni. Þeir eru; sönnunarþörf, sönnunarbyrði, sönnunargögn og sönnunarmat.
    Aðilar ráða sönnunarþörf að mestu leyti með því hvernig þeir haga málatilbúnaði sínum, enda gildir um skaðabótamál mikið málsforræði aðila. Ágreiningsatriði aðilanna koma til sönnunar ef ákvæði laga kveða ekki á um annað.
    Sönnunarbyrði má skilgreina þannig að sá aðili beri sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sem látinn er bera hallann af því að hún er ekki sönnuð. Hefðbundin sönnunarbyrði í skaðabótamáli er þannig að tjónþoli þarf að sanna tjón sitt, sök tjónvalds og orsakatengsl þar á milli. Tjónvaldur ber sönnunarbyrði fyrir staðhæfingum um þau atriði sem leysa hann undan ábyrgð.
    Sönnunargögn eru tæmandi talin í lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þau eru aðila- og vitnaskýrslur, matsgerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn. Þau eru lögð fyrir dómar undir svokallaðri sönnunarfærslu sem er bein og milliliðalaus á fyrsta dómstigi.
    Sönnunarmat dómara er frjálst. Það þýðir að dómari sker úr um það hverju sinni hvort staðhæfing um umdeild atvik teljist sönnuð. Dómari gerir það með því að leggja mat á fram komin sönnunargögn.
    Yfirferð Hæstaréttardóma í ritgerðinni er kaflaskipt. Fyrst er fjallað um dóma sem að sýna mörk skaðabótaábyrgðar. Síðan er fjallað um dóma þar sem beiting sönnunarreglna er með sérstökum hætti og er þá sérstaklega horft til þeirra tilvika þar sem aðili að máli ber ábyrgð á því að sönnunarstaðan er torveldari en ella. Því næst er fjallað um dóma á hinum mörgu sviðum skaðabótaábyrgðar og leitast við að halda umfjölluninni afmarkaðari. Síðast er fjallað um dóma með tilliti til þess tjóns sem orðið hefur. Þar er aðeins fjallað um dóma þar sem reynt hefur á afleitt tjón og munatjón.
    Hverjum undirkafla fylgja ályktunarorð þar sem lagt er mat á umfjöllun Hæstaréttar.

Samþykkt: 
  • 5.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jón Bjarni Kristjánsson.pdf657.79 kBLokaðurHeildartextiPDF